Engin venjuleg verslun - Annar hluti
9. Hernám og áfengisskömmtun Eftir að innflutningsbann á áfengi var afnumið árið 1935 var hægt að selja ýmsar tegundir áfengis sem ekki höfðu áður verið á boðstólum. Munaði þar mest um sterka drykki, en ávaxtavín höfðu áður verið flutt inn sem hluti af viðskiptasamningum við Spánverja. Áfengisverzlun ríkisins hóf innflutning á svo köll- uðum ávaxtavínum og brenndum drykkjum. Til ávaxtavína töldust léttir drykkir, s.s. rauðvín, hvít- vín, freyðivín, madeira, portvín, sérrí og vermouth. Meginflokkar sterkra vína voru viskí, koníak, brenni- vín gin og sénever. Aðrir drykkir eru ekki flokkaðir sérstaklega í innflutningsskýrslum Áfengisverzlunar- innar. Ávaxtavínin, sem voru undir 21% að styrkleika, mátti svo flokka sérstaklega í borðvín (einkum rauðvín og hvítvín) og heit vín, en til heitra vína töldust m.a. madeira, portvín, sérrí og vermouth. Afar misjafnt var hversu mikið var flutt inn af hverri tegund fyrstu árin, en þó að jafnaði meira af heitu vínunum en borðvín- unum. Af sterkum drykkjum var langmest flutt inn af viskíi fyrsta áratuginn eftir afnám bannlaganna. 535 Haustið 1939 braust út styrjöld í Evrópu sem hafði áhrif á siglingar til Íslands. Aðflutningar til landsins voru í uppnámi og fljótlega var talið nauðsynlegt að grípa til einhverra ráðstafana vegna yfirvofandi vöru- skorts. Var þá tekin upp skömmtun á matvælum og ýmsum nauðsynjavörum. Ekki var þó um skömmtun á áfengi að ræða fyrst í stað, en vitanlega kom það til tals. Í tillögu til þingsályktunar „um ráðstafanir vegna núverandi styrjaldarástands“ sem lögð var fram af þingmönnum Sósíalistaflokksins var m.a. lagt til að „[i]nnflutningur á óþarfavörum, þar með talið áfengi, verði bannaður, að svo miklu leyti, sem telja má, að ekki verði fyllilega nægur gjaldeyrir til innflutnings á nauðsynjavörum“. Þessa tillaga fékkst ekki rædd eða afgreidd á þinginu í það sinn. 536 Nokkur samdráttur varð í innflutningi á áfengum drykkjum til landsins á þessum árum. Hann náði hámarki 1941–1942, en annars verður ekki vart við mikinn áfengisskort í landinu á þessum tíma. Nokkrar sveiflur voru á inn- flutningnum, t.d. var tiltölulega mikið flutt inn af ávaxtavínum árið 1941 en afar lítið 1942. Innflutn- ingur á sérríi og gini fór ört vaxandi á stríðsárunum og má ætla að það tengist neysluvenjum nýs og fjöl- menns hóps neytenda. 537 Vorið 1940 kom svo breskt herlið til landsins og kallaði vera tugþúsunda hermanna á Íslandi á ýmsar ráðstafanir, m.a. var farið að huga að skömmtun á áfengi. Að sögn Hermanns Jónassonar, sem þá var bæði forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra, var það gert til þess að hermennirnir fengju ekki tækifæri til að ná í sterka drykki sem seldir voru í áfengisversl- uninni og þeir þoldu illa. Að sögn hans „bar talsvert á því, að hermennirnir drykkju úr hófi … Var það Skömmtunarseðill frá Áfengisverzlun ríkisins. 140
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==