Engin venjuleg verslun - Annar hluti
bóka vera í vörslu lögreglustjóra og Áfengisverzl- unar ríkisins. Hver karlmaður mátti kaupa á hverjum mánuði sem svaraði fjórum hálfflöskum (3/8 lítra) af sterkum drykkjum eða fjórum heilflöskum (3/4 lítra) af heit- um vínum eða átta heilflöskum af borðvínum. Konur fengu „rétt til kaupa á helmingi þessa áfengismagns“ og var sú ráðstöfun ekki rökstudd sérstaklega. Ekki mátti safna slíkum áfengisseðlum, enda féllu þeir úr gildi við lok hvers mánaðar, né afgreiða fyrirfram út á þá nema til þeirra sem bjuggu fjarri útsölustöðum og þá aðeins til þriggja mánaða í senn. Einnig var nýmæli í 17. grein þar sem kveðið er á um að sala áfengis á veitingahúsi mætti einungis fara fram „með fullkominni máltíð“ og engum mætti selja meira en 18 cl af sterkum drykkjum, 36 cl af heitum vínum eða 72 cl af borðvínum með hverri máltíð. 539 Áfengisbækurnar voru kallaðar Guðbrandsbiblíur eftir Guðbrandi Magnússyni, forstjóra Áfengisverzl- unarinnar. 540 Þess má geta að forstjóri Áfengisverzl unarinnar hafði verið á þeirri skoðun að konur ættu ekki að fá áfengisbækur, að undanskildum ógiftum konum sem rækju sjálfstæða atvinnustarfsemi, svipað og tíðkaðist í Svíþjóð. Hann taldi einnig að þeir sem hefðu þegið sveitarstyrk ættu ekki að fá að kaupa áfengi, svo og þeir sem hefðu verið kærðir vegna áfengisneyslu, af vandamönnum, húsbændum eða öðrum. Þessar skoðanir forstjórans hlutu þó ekki hljómgrunn. 541 Ýmsir bentu á að skömmtunin hefði haft þær vafasömu afleiðingar að margir hefðu nýtt áfengisskammtinn sinn þótt þeir neyttu ekki áfengis; „margir panta nú áfengi án þess að nota það sjálfir, aðeins til að hjálpa náunganum um flösku. Hinir sem sjálfir nota það, gæta þess vel, að enginn skömmtunar- seðill ónýtist.“ 542 Vegna stríðsátakanna þótti einboðið að setja sölubann á áfengi árið 1941. Það stóð þó ekki lengi og ekki taldi forstjóri Áfengisverzlunarinnar reynsluna af því góða: „Þori eg að fullyrða, að á viss- um tímum síðari hluta árs meðan ekki var látin úti nokkur flaska frá Áfengisverzluninni, nema lítilsháttar til erlendra sendisveita, var ástandið hér eitt hið skelfi- legasta sem nokkurn tíma hefir átt sér stað, einkum í Reykjavík“. 543 Þótt það komi ekki fram í reglugerð, sýna gögn Áfengisverzlunar ríkisins að hægt var að veita undanþágur ef sérstök rök lágu fyrir. Þessi skömmtunarákvæði voru tiltölulega rúm og ekki er hægt að segja að vínþurrð hafi verið í landinu. Það er þó ofmælt að áfengisskömmtun hafi aukið Andstæðingar þess að bruggað yrði áfengt öl handa Bretum höfðu áhyggjur af því að bjórinn rynni „úr sínum rétta farvegi og til Íslendinga“. Spegillinn 29.11.1940. 142
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==