Engin venjuleg verslun - Annar hluti
drykkjuskap í landinu, eins og stundum er haldið fram. 544 Ekki er heldur rétt að taka undir með þeim sem sögðu drykkjuna hafa flust „inn á heimilin og í bíla“. 545 Þvert á móti mun skömmtunin hafa dregið verulega úr áfengisneyslunni, mikið dró úr sölu áfengis og ölvun á almannafæri minnkaði verulega. 546 Farið var að veita undanþágur til sölu á léttum vínum um áramótin 1941–1942 og síðar á árinu 1942 fékkst undanþága til sölu sterkra vína. Loks voru allar höml- ur aflagðar 1. september 1945. Árið eftir nam áfengis- sala á mann um tveimur lítrum af hreinum vínanda og hafði því meira en tvöfaldast á hálfum áratug. Stríðsárin eru því mikil tímamót hvað þetta varðar, enda breyttist neyslan tiltölulega lítið næstu áratugina á eftir. 547 Innflutningur á áfengi jókst ekki að ráði, miðað við árin fyrir stríð, fyrr en árið 1944 og þó einkum árin 1945–1947. Eftir það dró nokkuð úr honum aftur, enda hafði þá verið tekin upp haftastefna í landinu. 548 Gjaldeyrisskortur var á Íslandi og árin 1947–1953 voru allur innflutningur og fjárfestingar í landinu háð leyfi Fjárhagsráðs og tekin upp skömmtun á ýmiss konar matvöru, fatnaði og neysluvarningi. 549 Bjór handa Bretum Skömmu eftir að áfengisskömmtun var komið á setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög, gefin út 29. október 1940, þess efnis að leyft yrði að búa til öl sem hefði ,,inni að halda meira en 2 1/4 % af vínanda að rúmmáli“ til að selja breska setuliðinu. Þá lá fyrir að breska setu- liðið hygðist ella flytja inn öl handa setuliðinu og þótti ríkisstjórninni ástæðulaust að leyfa innflutning á þessari erlendu framleiðslu. Þessu til staðfestingar var svo stjórnarfrumvarp lagt fyrir Alþingi 1941, en það vakti töluverða andstöðu. Kom þar m.a. til að skammt var liðið frá afnámi áfengisbanns og töldu bannmenn að nú ætti að hefja frekara undanhald, þrátt fyrir fyr- irheit um að hér væri aðeins á ferð undanþáguákvæði vegna hersetunnar. Hermenn hópast að barnum í hermannabragga á stríðsárunum. 144
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==