Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Meðal nefndarmanna í allsherjarnefnd var Vil- mundur Jónsson (Alþýðuflokki), en hann var einnig landlæknir á Íslandi frá 1931. Vilmundur samdi nefndarálit minnihluta allsherjarnefndar þar sem hann vakti athygli á því að (s)íðan byrjað var að slaka á hinu algera áfeng- isbanni, hefur í áfengismálunum verið hopað úr hverju víginu eftir annað og ætíð með þeim augljósu afleiðingum, að drykkjuskapur og hvers konar lausung hefur magnazt og orðið erfiðari viðureignar. Má nú heita, að aðeins eitt vígi sé eftir: bannið við bruggun og sölu áfengs öls í landinu. Meðan varizt er í því, er ekki hægt að segja, að vér gerum sérstakar ráðstafanir til að ginna börn og unglinga til áfengisnautnar eða svíkjum áfengi ofan í erfiðismenn við vinnu þeirra með lokkandi svaladrykk. 550 Vilmundur hafði ekki miklar áhyggjur af innlendri framleiðslu og taldi „ríkisstjórninni og öðrum þeim, er að því hafa staðið, vansæmandi að hafa ekki látið hið brezka setulið eitt um að brugga ofan í sig stríðsöl það, er það telur til nauðsynlegra hernaðaraðgerða sinna hér á landi.“ 551 Í umræðum á þingi tóku fleiri undir sjónarmið Vilmundar og m.a. var bent á „að þótt ölið sé aðeins ætlað fyrir útlendinga, þá er þó hætta á, að ölið renni úr sínum rétta farvegi og til Íslendinga“. 552 Stuðningsmenn frumvarpsins kusu hins vegar að líta á það sem fjárhagsmál ríkisins, fremur en sem bannmál eða bindindis. Þó kom fram í máli forsætisráðherra að hann taldi „vitað mál og augljóst öllum, sem þekkja nokkuð til áfengisneyzlu, að ölið er meinlausast þeirra drykkja, og svo er talið alls staðar nema á Íslandi“. 553 Lyktir málsins voru þær að frumvarpið var samþykkt með mjög naumum meirihluta á alþingi, 14-12 í neðri deild, en 9-5 í efri deild. Í sjálfu sér virðist fátt í efni frumvarpsins gefa til- efni til grundvallarspurninga, en augljóst er að and- stæðingar málsins töldu það öðrum þræði snúast um annað og meira en eingöngu áfengt öl. Þannig áleit Sigurjón Á. Ólafsson (Alþýðuflokki), eindreginn bannmaður eins og algengt var um jafnaðarmenn, að „[ó]sigur bruggvinanna hér í þessu máli gæti líka ýtt undir það, að Ísland yrði síðan fyrsta bannlandið að nýju“. 554 Ingvar Pálmason (Framsóknarflokki) taldi að um tvö sjónarmið væri að ræða í málinu: „Öðrum megin standa þeir, sem vilja velta björgum í leið bind- indisstarfsins í landinu. … Hinum megin standa þeir, sem vilja halda vörð um bindindisstefnuna og velta hverri völu úr vegi, er á leiðinni verður.“ 555 Bann á áfengu öli var í augum þeirra sem það studdu aldrei annað en varða á leið aftur að fullkomnu áfengisbanni. Önnur sjónarmið komu einnig fram í þessari umræðu. Jónas Jónsson frá Hriflu taldi t.d. „ljóst, að Pilsner Beer Í Virkinu í norðri fjallar Gunnar M. Magn- úss í léttum dúr um hinar góðu viðtökur sem íslenski bjórinn fékk hjá setuliðinu: „Skömmu eftir áramótin, nánar tiltekið 16. janúar 1941, var svo nokkrum hundruðum öl­ flaskna af hinu áfenga öli ekið út um bæinn frá ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Þetta var fyrsta framleiðslan samkvæmt hinum nýju lögum, en var aðeins til sölu hjá setuliðinu, svo að þorst- látir landar voru engu nær. Setuliðinu geðjaðist vel að ölinu og kölluðu „Pilsner Beer“, en fengu ekki nóg af því, svo taka varð upp skömmtun og fengu yfirmenn fyrst um sinn aðeins tvær flöskur á dag og þótti lítið. Þetta öl mun hafa haft 4% áfengisinnihald, álíka sterkt og danskt og þýzkt lageröl, en um 1% veikara en enskt öl. Létu sumir hermenn í ljós, að þetta væri bezta öl í Evrópu, og jók þetta nokkuð virðingu hers- ins fyrir íslenzkri framleiðslu, sem ekki hafði verið mjög áberandi fyrr.“ Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri I. Hernám Íslands , útg. Helgi Hauksson, 3. útg. Reykjavík, 1984, bls. 154. 145

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==