Engin venjuleg verslun - Annar hluti

eftir þá reynslu, sem fengin er í áfengismálunum, er sú gamla skoðun dauðadæmd, að hægt sé að ráða við vínnautnina með lagaboðum. Það verður að gera með andlegum meðulum.“ Jónas vildi styða við bakið á íslenskri ölgerð, enda hefðu „verið gerðar rannsóknir á drykkjarvatni í Reykjavík, en það er bezta drykkjar- vatn í veröldinni eftir því, sem margir halda fram. Því er ástæða til að ætla, að ölið yrði betri vara hér en ölið úr hinu hversdagslega vatni í Danmörku.“ 556 Lögin um tilbúning öls handa setuliðinu voru ekki afnumin fyrr en með bráðabirgðalögum 24. maí 1951. 557 Fáar heimildir eru um reynslu Íslendinga af setuliðsölinu, enda ekki við því að búast að neysla þess færi í hámæli. Óvíst er að Bretabjórinn hafi orðið til þess að breyta neysluvenjum Íslendinga í miklum mæli. Hinn naumi meirihluti sem studdi undanþág- una á alþingi sýndi hins vegar að mikill hugur var í bannmönnum og að þeir voru ekki búnir að gefa drauminn um áfengislaust Ísland upp á bátinn. Héraðsbönnin Bannmenn þurftu að þola tilslakanir á áfengislögum vegna komu breska setuliðsins til landsins, en styrj- aldarástandið gaf þeim einnig færi til gagnsóknar. Ein af afleiðingum styrjaldarinnar var að saltfiskútflutn- ingur til Spánar stöðvaðist. Það hafði áhrif á áfengis- stefnu Íslendinga. Litu nú margir svo á að ekki þyrfti lengur að taka tillit til nauðungarsamninga við Spán- verja um víninnflutning. Á Alþingi 1942–1943 kom fram tillaga um breyt- ingu á áfengislögum sem flutt var af þingmönnum úr öllum flokkum. Í tillögunni fólst að þriðjungur kjós- enda í sýslu- eða bæjarfélagi þar sem áfengisútsala væri starfandi gæti krafist þess að kosið yrði um hvort leggja ætti hana niður. Í greinargerð fyrir tillögunni kom fram að ósamræmi væri í því að samþykki kjós- enda þyrfti til að koma á fót nýrri áfengisútsölu, en áður hefði verið búið að opna áfengisútsölur í kaup- stöðum „án þess að kjósendur væru að spurðir“. Það væri „sjálfsagt samkvæmt öllum lýðræðisreglum, að hvert bæjar- eða sýslufélag geti sjálft ákveðið, hvort þar skuli vera útsala áfengis eða ekki“. 558 Hér var m.ö.o. verið að gefa kjósendum tækifæri til að koma á „héraðsbönnum“ í einstökum sveitarfélögum. Í máli fyrsta flutningsmanns tillögunnar, Sigfúsar Sigurhjartarsonar (Sósíalistaflokki), kom fram að áfengisútsölunum hefði verið komið upp í þeim sjö sveitarfélögum sem þá voru kaupstaðir til þess að fullnægja anda Spánarsamningsins, en „[n]ú álít ég að ekki verði lengur um það deilt, að Spánarsamningur- inn sé farinn veg allrar veraldar, og við þurfum því ekki að taka neitt tillit til hans framar“. 559 Þessu var harðlega mótmælt á Alþingi, einkum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vildi minnihlutinn vísa frum- varpinu frá þar sem efni þess væri „ýmist í ósamræmi við gildandi milliríkjasamninga eða virðist brot á þeim“. 560 Flutningsmenn frumvarpsins voru sakaðir um að hér væri „um að ræða grímulaust aðflutnings- bann á áfengi og a.m.k. bann á sölu og neyzlu þess“. 561 Stuðningsmenn frumvarpsins sökuðu á hinn bóginn andstæðinga þess um „að óttast þjóðarviljann, sem mun útrýma áfenginu“. 562 Deilur um málið snerust vissulega að hluta til um lýðræðisreglur og milliríkjasamninga, en einnig, og ekkert síður, tókust á sjónarmið bannmanna og andbanninga. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild Úr Morgunblaðinu 17. jan. 1941. 146

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==