Engin venjuleg verslun - Annar hluti
með 22 atkvæðum gegn 10, en í efri deild munaði mjóu. Þar voru níu með en átta á móti. Ekki voru þó sett nein héraðsbönn næstu árin og lá ríkisstjórnin undir ámæli fyrir að fylgja lögunum lítt eftir. Oft mun raunin hafa verið sú að nægur vilji var til að láta efna til slíkra atkvæðagreiðslna heima í héraði, en ekki varð af framkvæmdum af hálfu ríkis- stjórnarinnar. 563 Í áskorunum templara til stjórnvalda virðist jafnan gert ráð fyrir að ríkisstjórnin verði að eiga frumkvæði að atkvæðagreiðslum um áfengis- útsölur og þegar Stórstúka Íslands hóf baráttu fyrir því að koma málinu aftur á dagskrá kaus hún að leita aftur til alþingsmanna fremur en safna undirskriftum meðal kjósenda. Gátu templarar þó með réttu talist fjöldahreyfing. Árið 1943 voru í reglunni 9.412 félags- menn í 53 unglingastúkum og 53 undirstúkum. 564 Munu fá íslensk grasrótarsamtök hafa verið jafn fjöl- menn, eins og áður hefur verið vikið að. Krafa um héraðsbönn hafði áhrif á starfsemi Áfengisverzlunar ríkisins, eins og nánar verður rakið í 13. kafla. Annars vegar var nokkuð um að útsölum væri lokað tímabundið vegna tiltekinna aðstæðna, t.d. þegar sjómenn voru í landlegu, eins og áður hefur verið nefnt. Hins vegar gátu lögin orðið til þess að áfengisútsala á tilteknum stað var lögð niður um tiltekinn tíma að kröfu kjósenda í sveitarfélaginu. Komst mikil hreyfing á þetta á 6. áratugnum eins og síðar verður rakið. Pattstaða í áfengismálum Innflutningur á áfengi til Íslands var í hámarki árin 1945–1947 skv. gögnum Áfengisverzlunar ríkisins. Innflutningur á hreinum vínanda jókst í 286.869 lítra árið 1947, miðað við 121.263 lítra árið 1938. 565 Eftir harðindi, kreppu og stríðsár var þjóðin í neysluvímu og var áfengi hluti af auknum innflutningi. Af þessu hafði bindindishreyfingin áhyggjur og víða var rætt um hættulegar afleiðingar áfengisneyslu. Prestastefna Íslands, sem háð var 20.–22. júní 1946, óskaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu „í síðasta lagi 1947“ um hvort leyfa skyldi innflutning áfengis. Samband íslenskra barnakennara átaldi ríkisstjórn landsins fyrir „að byggja fjárhagsafkomu ríkisins að verulegu leyti á þeim blóðpeningum, sem áfengisgróðinn er“. Veru- legur þrýstingur var líka frá bæjarstjórnum í nokkr- um sveitarfélögum um að loka útsölum. Árið 1946 kom krafa frá þeim um að áfengisútsölum á Akur- eyri og Siglufirði yrði lokað tímabundið til 1. október „eða þar til síldveiði er að fullu lokið og aðkomufólk farið frá Siglufirði“, útsölunni á Ísafirði yrði lokað frá 15. september til 15. nóvember og útsölunni í Vest- mannaeyjum „á komandi vetrarvertíð“. 566 Mestan þátt í að koma kröfunni um héraðsbönn á dagskrá átti þó Stórstúka Íslands og beitti hún aðferð- um sem áður höfðu gefist vel í baráttunni. Hún sendi öllum frambjóðendum við alþingiskosningarnar 1946 tvær spurningar sem hljóðuðu svo: 1. Viljið þér beita áhrifum yðar til þess, að lögin um héraðabönn geti komið til fram- kvæmda sem allra fyrst? 2. Viljið þér styðja markvissa sókn að algeru áfengisbanni? Veturinn 1946–1947 kom fram á alþingi tillaga til þingsályktunar, flutt af þingmönnum úr öllum flokkum, þess efnis að lög um „héraðabönn“ kæmu til framkvæmda eigi síðar en frá 1. júlí 1947. 567 Fyrir flutningsmönnum vakti greinilega að ríkisstjórn- in ætti að taka frumkvæði í málinu og láta nú fara fram atkvæðagreiðslur um útsölurnar. Í máli fyrsta flutningsmanns, Hannibals Valdimarssonar (Alþýðu- flokki), kom fram að [e]f svo tækist að vinna upp það almenningsálit, að öruggt þætti, að þjóðaratkv[æða]gr[eiðsla] gerði mögulega lagasetningu um bannlög í landinu, þá væri það vitanlega lokamarkið. En flestir telja, að nú þurfi að vinna mikið verk áður að því að draga úr áfengisneyzlunni og að styrkja almenningsálitið gegn þessu böli, áður en hægt er að leggja út í lokahríðina um algert bann. 568 148
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==