Engin venjuleg verslun - Annar hluti

þess að bjóða upp á vín á samkomum sínum. 586 Lög- reglustjórinn í Reykjavík veitti leyfin og eftirspurn eftir þeim varð þegar mikil. Í raun var þetta aðferð til þess að fara í kringum áfengislögin og var talsvert um að félög fengju sér áfengisleyfi undir fölsku yfirskyni. 587 Til marks um þessa misnotkun má nefna að á fjögurra mánaða tímabili í lok árs 1950 fengu íþrótta- félögin í Reykjavík tugi vínveitingaleyfa. ÍR var skráð fyrir 14 skemmtunum, Ármenningar 16, Framarar 17 og frjálsíþróttadeild KR trónaði á toppnum með 20 leyfi. Bindindismenn sendu íþróttafélögunum tón- inn og töluðu um „drykkjuskóla íþróttafélaganna“, en íþróttamenn svöruðu fullum hálsi og bentu á að meðan félögunum stæðu ekki aðrar tekjuleiðir til boða, neyddust þau til að gerast leppar fyrir vínveit- ingaskemmtanir með þessum hætti. 588 Sérstök vínveitingaleyfi voru gefin út í gríð og erg. Árið 1946 voru þau innan við 400 en árið 1950 voru gefin út í Reykjavík tæplega 1.100 vínveitingaleyfi, en ári síðar voru þau um 900. 589 Árið 1952 var svipað upp á teningnum. Átthagafélögin í Reykjavík virtust duglegust við að halda samkomur þar sem vín var selt, en starfsmanna- og stjórnmálafélög voru ekki langt undan. Flestir skemmtistaðir bæjarins komu við sögu þessara leyfisveitinga. Fyrirferðarmest voru Sjálfstæðishúsið og Tjarnarcafé en á hæla þeirra komu Vetrargarðurinn, Breiðfirðingabúð, Leikhús- kjallarinn og Mjólkurstöðin. Aðrir staðir stóðu einnig að skemmtunum þar sem hægt var að kaupa áfengi, en ekki jafn oft. 590 Heita mátti að Sjálfstæðishúsið hafi verið vínveit- ingastaður, enda þótt leyfi hafi aðeins verið gefin út fyrir eitt kvöld í einu. Áfengissala til þess árið 1951 var rúmur fjórðungur af því sem Hótel Borg keypti. 591 Í samtímabókmenntum hefur Sjálfstæðishúsið svip- aðan sess og Borgin. 592 Aðrir mikilvægur kaupendur um þessar mundir voru Tjarnarcafé og Vetrargarður- inn í Tívolí. 593 Ýmsir urðu til að gagnrýna þetta fyrirkomulag. Veitingamenn sættu sig illa við að vera á eilífum und- anþágum og þrýstu eftir mætti á stjórnvöld til þess að knýja fram breytingar. Snemma árs 1952 svipti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra (Sjálfstæðisflokki) Hótel Borg vínsöluleyfinu, að sögn til þess koma í veg fyrir það ástand sem þar skapaðist oft. Þá efaðist hann einnig um lagalegt réttmæti þess að veita skammtímaleyfin og tók fyrir þau líka. Þetta voru viðbrögð ráðherrans við gagnrýni á framkvæmd vínveitingaleyfa sem hafði komið fram í Tímanum og fleiri blöðum. Að hluta mun það einnig hafa verið ætlun dómsmálaráðherra að skapa aukinn þrýsting á Alþingi til þess að taka áfengislöggjöfina til endurskoðunar, en ekki þótti þó öllum skaði að afnámi vínveitingaleyfisins til Hótels Borgar. 594 Þessi ráðstöfun dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd, enda lamaði hún „starfsemi 8–10 veit- ingahúsa, sem aðallega byggja afkomu sína á dans- leikjum, skemmtisamkomum og matarveizlum, þar sem undanþágur með vínveitingum eru leyfðar“. 595 Á meðan engin vínveitingaleyfi voru veitt áttu skemmt- anir að heita vínlausar, en því var haldið fram „að það sé tæplega orðum aukið, að segja, að ótakmarkað vín sé borið inn í samkomuhúsin á ólöglegan hátt“. 596 Veitingamenn kvörtuðu yfir því að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að gera þeim kleift „að halda frá húsum sínum vasapelafylleríisófreskjunni“. 597 Ekki létu allir sér nægja að kaupa áfengi eftir við- urkenndum leiðum og þreifst allnokkur leynivínsala Glatt á hjalla í Alþýðu­ húsinu á Akureyri („Allinn“). 151

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==