Engin venjuleg verslun - Annar hluti

ráðunautar ríkisstjórnarinnar. Heimilt skyldi eftir lögunum að setja á stofn áfengisútsölur í kaupstöðum ef fullnægt væri sömu skilyrðum og sett voru í lög- unum um héraðsbönn frá 1943. Samkvæmt reglugerð frá 1954 var lögreglustjórum „heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vínveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, fyrirvaralaust um langan eða skamman tíma, þegar sérstaklega stendur á“. 619 Lögreglunni var einnig ætlað að halda úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum sem hefðu vínveitingaleyfi. 620 Nokkur samstaða virðist hafa verið um það að æskilegt markmið áfengislaga væri að vinna gegn misnotkun áfengis, ef ekki að draga úr neyslu þess. Áfengismenning í landinu var einnig til umræðu, ekki síst af hálfu þeirra sem voru andvígir lögleið- ingu áfengs öls og töldu ölstofur eða knæpur dæmi um menningarleysi. Ekki virðist hafa verið verulegur ágreiningur um mikilvægi Áfengisverzlunar ríkisins við að hafa stjórn á dreifingu áfengis, en einstaka maður nefndi þó þann möguleika að selja áfengi í matvöruverslunum. Gagnrýni á verslunina kom þó frekar úr röðum bannmanna sem fannst „áfengis- austurinn frá ríkiseinkasölunni“ fara stöðugt vax- andi. 621 Sumum þeirra fannst einkennilegt að verja gróða af áfengissölu, „hernaði gegn þegnunum“, í áfengisvarnir. 622 Sú leið varð þó æ eftirsóknarverðari í augum löggjafans, eins og nánar er rakið í 12. kafla. Áfengismenning á 6. áratugnum Samband veitinga- og gistihúsaeigenda fagnaði mjög hinum breyttu reglum um vínveitingaleyfi í nýju áfengislögunum og var árið 1954 talið „eitt viðburðaríkasta árið í sögu félagsins“. Jafnframt var næsta baráttumál félagins hafið upp, endurskoðun lögreglusamþykktar Reykjavíkur svo að hægt væri að hafa veitingahús opin eftir kl. 23.30. 623 Í kjölfar nýrra áfengislaga fjölgaði veitingahúsum sem höfðu vín- veitingaleyfi og um mitt ár 1959 voru þau átta talsins í Reykjavík. 624 Þó lá áfengisvarnanefnd undir nokkru ámæli fyrir að tefja afgreiðslu vínveitingaleyfa „með sínum alkunna dugnaði“. 625 Í stórumdráttum skiptust dans- og skemmtistaðir í Reykjavík í tvennt á þessum árum. Annars vegar voru þeir sem ekki höfðu vínveitingaleyfi, á hinn bóginn staðir sem máttu selja áfenga drykki. Á vínveitinga- húsunum var yfirleitt framreiddur kvöldmatur og þau voru því opnuð snemma kvölds. Vínlausu samkomu- húsin hleyptu fyrstu gestum sínum hins vegar ekki inn fyrr en klukkan níu. Þegar borðhaldi var lokið á veitingahúsunum um níuleytið, skiptu þau um ham „Ó, góða, gamla tíð!“ (Lag: Ó, blessuð vertu sumarsól) „Áfengisvarnanefnd kvenna hefur nýlega sam- þykkt ályktun þar sem hún „lýsir vanþóknun sinni á hinum síauknu vínveitingum og telur hina svonefndu vínbara [sic] með öllu óhæfa“. Hve fyrr á árum unaðsrík var ævi manna í Reykjavík. Þá knæpur engar þekktust þar og þá ei nokkur bar. Þó húsnæði þá hafi skort, menn héldu bara í næsta port, og „skammtinn“ stungu í einu út, og ævinlega af stút. Nú konur saman kalla lið og kjósa að vekja hinn gamla sið, og afmá allar knæpurnar, en einkum sérhvern bar. Þá fá sitt gildi hin gleymdu port, og gamalt lifnar drykkjusport. Þá verður aftur unaðsrík vor aldna Reykjavík!“ KELL Morgunblaðið 19. maí 1955, bls. 4. 157

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==