Engin venjuleg verslun - Annar hluti

en 21 árs, þeim „sem eru bersýnilega ölvaðir, er þeir beiðast kaupa“ og þeim sem höfðu gerst sekir um óleyfilega sölu eða bruggun áfengis. Framkvæmdin á þessum takmörkunum var ekki einföld. Heimilt var að biðja fólk um að sanna aldur sinn með framvísun persónuskilríkja og e.t.v. var ekki flókið að ganga úr skugga um hverjir væru augljóslega ölvaðir. Á hinn bóginn var flóknara mál að sjá hvort viðskiptavinur hefði gerst sekur um brot á áfengislögum. Sam- kvæmt reglugerð átti ÁVR að fá tilkynningar um nöfn slíkra manna og áttu myndir að fylgja þeim. 644 Ætlunin var þá greinilega að afgreiðslumenn legðu þessar myndir á minnið og gerðust að því leyti hluti af löggæslunni. Samkvæmt reglum um vínveitingar á veitinga- húsum voru þær leyfðar á milli kl. 11–13.30 og 18–21. Einungis mátti veita áfengi í borðsal veitingahúss- ins. 645 Síðar var veitingatíminn færður og í reglugerð frá 1954 er hann 12–14.30 og 19–23.30, en vínveit- ingar bannaðar á miðvikudögum nema „borðvín með mat á reglulegummatmálstíma, kl. 12–2 og kl. 7–9“. 646 Yfirstjórn Alla tíð fram að sameiningu Áfengisverzlunarinnar og Tóbakseinkasölunnar árið 1961 var yfirbygging Áfeng- isverzlunarinnar mjög lítil. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Nýborg við Skúlagötu 6, þar sem Landsverslun hafði áður verið til húsa, en síðar hafði það skrifstofur við Skólavörðustíg 12. Nýborg var byggð 1917 og þá Starfsfólk Áfengisverslunar- innar á fagnaði, um 1950. 163

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==