Engin venjuleg verslun - Annar hluti

sem korngeymsla. Það var rammlega byggt hús með sterkum stoðum undir loftinu. Þegar innflutningur sterkra drykkja og bruggun brennivíns hófst 1935 var Nýborg breytt, lengd til norðvesturs og þar sett saman iðnaðar- og lyfjadeild, þvottahús ofl. 647 Skúrinn við flæðarmálið „Það var búið að loka áfengisverzluninni í skúrnum við flæðarmálið, enda laugardags- kvöld, og drengirnir urðu að heimsækja bíl- stjóra á einni stöðinni og setjast í aftursætið á meðan kaup fóru fram. Ein flaska? Nei, tvær flöskur. Aqua vitae, það útleggst ákavíti á íslenzku. Vatn lífsins.“ Elías Mar, Vögguvísa , bls. 95. Samkvæmt lögum um einkasölu á áfengi frá 1928 átti ríkisstjórnin að skipa mann til að veita Áfengis- verzluninni forstöðu og átti hann „eða aðstoðarmað- ur hans, sem stýrir lyfjaverzluninni“ að hafa lyfsala- próf. 648 Ekki var þó skipaður lyfjafræðingur til að veita versluninni forstöðu, heldur var forstjóri hennar prentari að iðn og hafði áður verið kaupfélagsstjóri austur í Hallgeirsey í Landeyjum. Guðbrandur Magnússon var forstjóri Áfengis- verzlunar ríkisins frá 1928. Hann var fæddur á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 15. apríl 1887, en alinn upp á Seyðisfirði. Guðbrandur vann við búskap og prentiðn, en gerðist ritstjóri Tímans 1917 og var fyrsti ritstjóri blaðsins. Hann sat í útgáfustjórn blaðs- ins eftir það. Með honum þar sat Jónas Jónsson frá Hriflu sem skipaði hann forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins. Var blaðstjórnin kölluð „Tímaklíkan“ og mun hafa verið „aðalstjórn Framsóknarflokksins um 12-15 ára skeið“, ef marka má sögu flokksins. Eftir að Guðbrandur flutti til Reykjavíkur „átti hann sæti í innsta hring Framsóknarflokksins, og var tæplega nokkru stórmáli ráðið til lykta af foringjum og ráðherrum flokksins áður en álits hans hafði verið leitað. … Enginn maður hefur unnið jafnlengi og óslitið fyrir Framsóknarflokkinn og Guðbrandur Magnússon.“ 649 Skipun hans í þetta embætti sýnir pólitískt mikilvægi ÁVR en er jafnframt til marks um pólitískar helmingaskiptareglur þessara tíma. Fram- sóknarflokkurinn „átti“ Áfengisverzlun ríkisins og þeir sem ráðnir voru þar í vinnu voru iðulega fram- sóknarmenn. Guðbrandur lét af störfum vegna aldurs 1957. Var þá Jón Kjartansson ráðinn forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Guðbrandur andaðist 13. júlí 1974. Ólafur H. Sveinsson var ráðinn útsölustjóri í Reykjavík 1935 og var útsölustjóri í Nýborg til 1958. Ólafur var fæddur í Mjóafirði 19. ágúst 1889. Hann var sonur Sveins Ólafssonar, alþingis- manns og kennara í Firði, sem verið hafði formaður Framsóknarflokksins. Tengdafaðir hans var Ingvar Pálmason, alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn. Ólafur var kennari að mennt, en hafði einnig starfað sem bankagjaldkeri á Eskifirði og unnið við útgerð og verslun á Eskifirði og Hornafirði. Ólafur lést 19. nóvember 1963. Tveir synir Ólafs, Einar og Erlingur, urðu síðar útsölustjórar í Reykjavík og því má segja að fjölskylda hans komi mjög við sögu Áfengis- verzlunarinnar. Félagslíf starfsmanna Áfengisverzlunarinnar Litlar heimildir eru til um félagslíf starfsmanna Áfengisverzlunarinnar. Eftirfarandi klausu mátti þó finna í Morgunblaðinu um miðjan 4. áratuginn: „Knattspyrna fór fram í gærkvöldi milli starfsmanna Áfengisverslunar ríkisins og Tób- aksverslunarinnar. Áfengið var sterkara en tób- akið og sigraði með 3:0“ Morgunblaðið 10. júlí 1935, bls. 7. 164

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==