Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Lyfjaverslunin Frá upphafi var ætlunin að ríkiseinkasala á áfengi færi hönd í hönd við lyfjaverslun. Frumvarp þessa efnis var borið undir bæði landlækni og Læknafélag Íslands árið 1929. Landlæknir var hlynntur einka- sölu, enda hafði hann áður samið slíkt frumvarp að tilhlutan stjórnvalda, sem lagt var fyrir Alþingi 1921 og fyrr hefur verið nefnt. En Læknafélagið var andstætt þessu fyrirkomulagi og taldi líklegt að aukakostnaður fylgdi einkasölu, auk þess sem litlar líkur væru á að tækist að ná betri innkaupum sökum þess að lyfjasala væri að mestu í höndum auðhringa. Lyfsalafélagið var hins vegar ekki spurt álits en kom mati sínu á frumvarpinu á framfæri fyrir tilstuðlan minnihluta nefndar sem fjallaði um málið. Lyfsalar voru vitaskuld lítt hrifnir af þessu framtaki og fundu því margt til foráttu, meðal annars að hætta væri á minni vörugæðum en verið hefði og auknum kostn- aði, ólíkt því sem stuðningsmenn frumvarpsins héldu fram, ekki síst jafnaðarmenn. Þeir staðhæfðu að samkeppni leiddi til þess að lyf yrðu dýrari en ella, enda væru lyfsalar nú svo margir að þeir gætu ekki haft nóg fyrir stafni. Þá bentu þeir á að danska fyrir- tækið Alfred Bentzon væri sá aðili sem einkum seldi íslenskum lyfsölum lyf og tæki auk þess umboðslaun af viðskiptum Íslendinga við ýmsa framleiðendur. Þessi staða væri óheppileg og æskilegt að koma á annarri skipan. Helst væru líkur til að það tækist ef hið opinbera tæki lyfjainnflutninginn á sínar hend- ur. 650 Kristinn Stefánsson (1903–1967) tók við forstöðu lyfjaverslunarinnar 1939, en var formlega ráðinn for- stjóri Lyfjaverslunar ríkisins 1. september 1957. Lyf- sölustjóri sá umútgáfu á verðskrám lyfja, lyfsöluskrám og hafði að auki eftirlit með innflutningi, notkun og birgðahaldi eftirritunarskyldra lyfja. Hann gaf út inn- flutningsleyfi fyrir þeim í umboði stjórnvalda. Lyf- sölustjóri var jafnan eftirlitsmaður lyfjabúða framan af, en Kristinn sagði því starfi lausu 1943 eða 1944. Árið 1948 var svo ráðinn sérstakur eftirlitsmaður lyfjabúða. 651 Eins og áður er getið var lyfjaverslunin fyrst til húsa í sama húsi og iðnaðardeild Áfengisverzlunar ríkisins í Nýborg við Skúlagötu, sem sá um mengun á etanóli, blöndun á hárvötnum, bökunardropum og fleira af því tagi. Annaðist lyfjafræðingur að nokkru leyti þau störf en í staðinn önnuðust starfsmenn iðnardeildarinnar ýmis lagerstörf er til féllu fyrir Lyfjaverslunina. Árið 1947 hóf Lyfjaverslun ríkisins eigin fram- leiðslu á töflum í leiguhúsnæði við Miklubraut. Þar var hún til húsa til ársins 1954 er hún var flutt í Borgartún 6. Það hús var svo keypt undir starfsemi Lyfjaverslunarinnar árið 1976. Með þessum flutningi var skilið á milli áfengis- og lyfjaframleiðslu því að Brennivínsflaska frá ÁVR. 165

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==