Engin venjuleg verslun - Annar hluti
enginn starfsemi tengd lyfjaframleiðslu varð eftir í Nýborg eftir 1954. 652 Eigi að síður var lyfjaverslunin áfram hluti af ÁVR og ÁTVR eftir það, og hafði sam- eiginlegan fjárhag til 1986. Verðlagning og rekstrartekjur Eins og áður hefur komið fram hafði Áfengisverzl- unin upphaflega leyfi til að leggja 25–75% á verð áfengisflösku að meðtöldum tolli, en frá 1934 var álagning ákveðin „með hliðsjón af vörugæðum og áfengisstyrkleika“. 653 Álagningin var há og kom þar tvennt til: Annars vegar það markmið Áfengis- verzlunarinnar að afla ríkissjóði sem mestra tekna, en hins vegar það markmið að minnka þann skaða sem stafaði af misnotkun áfengis. Þetta olli því að áfengisverð var hátt. Ekki voru allir sáttir við þessa stefnu. Í Morgun- blaðinu 16. apríl 1943 má t.d. lesa eftirfarandi umkvörtun yfir áfengisverði: [V]erðið á áfenginu er langt fyrir „ofan“ alla sanngirni og er áfengissala ríkisins ekki hótinu betri en okrararnir, sem selja áfengið með mörg hundruð prósent álagningu. Whi- skyflaskan kostar nú – ef hún fæst – 50 til 60 krónur. Brennivínsflaskan rúmar 30, og alt er eftir þessu. En þó kastar tólfunum þegar und- anþágur eru gefnar í samkvæmum, sem haldin eru á veitingastöðum bæjarins. Þá er lagt 100% á verð áfengisverslunarinnar. Á Hótel Borg kostar whiskyflaskan frá 90 upp í 110 krónur, og verð á öðru áfengi er eftir því. 654 Síðar fór álagningin í fastari skorður. Samkvæmt reglugerð frá 1954 höfðu veitingastaðir leyfi til að leggja 35% af kaupverði á áfengi þegar vín var selt í hálfum eða heilum flöskum en allt að 25% hærra en það „þegar sala fer fram í minni skömmtum“. 655 Hagnaður af starfsemi ÁVR var jafnan verulegur og áfengissala reyndist drjúg tekjulind fyrir ríkissjóð, eins og að var stefnt. Þannig var rekstrarhagnaður Áfengisverzlunar 1935–1940 um 9–11% af heildar- tekjum ríkissjóðs. Árin 1943–1950 var hann að jafn- aði 15–20% af heildartekjum ríkissjóðs, en fór hæst í 22,7% árið 1944. Árin 1951–1954 fór hlutfallið niður í 12–13%. 656 Síðan fór þetta hlutfall smám saman lækk- andi og var rúmlega 10% árið 1960. 657 Helstu áfengistegundir Áfengistegundir sem voru til sölu í Áfengisverzlun ríkisins voru flokkaðar í þrjá meginflokka: Sterkir drykkir. Í þessum flokki voru drykkir með 36–46% af vínanda. Þ. á m. voru íslenskt brenni- vín, ákavíti, hvannarótarbrennivín, bitterbrenni- vín og erlent brennivín. Einnig voru þar ýmsar gerðir af brandí og koníaki, viskí, gin, sénever, romm, líkjörar og púns. Heit vín að styrkleika 12-21%. Til þessa flokks töldust m.a. portvín, sérrí, madeira, vermouth og ýmsar aðrar tegundir. Borðvín eða léttvín , en þau skiptust í rauðvín, hvítvín, freyðivín og Rínarvín. Samkvæmt verðskrá ÁVR 1. febrúar 1935 var boðið upp á sex tegundir af spænskum rauðvínum, en tvær af ítölskum rauðvínum, sjö tegundir af spænskum hvítvínum, sex af freyðivíni og þrjár af kampavíni, tvö Rínarvín og tvö „Kínavín“. 658 Síðastnefnda tegundin átti þó ekkert skylt við Kína, heldur var um að ræða spænsk vín með viðbættum Kínaberki, en þrátt fyrir nafnið var sú planta ættuð frá Suður-Ameríku. Á þess- um tíma voru ítölsk rauðvín þekkt í Reykjavík og mun „Balbo-sumarið“ 1933 hafa haft einhver áhrif á það, en það ár heimsótti ítalski flugflotinn Reykjavík. 659 Af heitum vínum voru til fjórar tegundir af rauðu portvíni, sjö af hvítu portvíni og ein af hvítu Lisbon- víni, tvær tegundir af Madeira, þrjár af vermouth og níu af sérríi. Einnig var til ein tegund af Marsala, tvö Muscatel og þrjú Malagavín. Úrvalið var mest af sterkum drykkjum; tólf teg- undir af „Spanish Brandy“, 18 viskítegundir og átta ákavítistegundir, sjö tegundir af anís-þrúgubrenni- 166
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==