Engin venjuleg verslun - Annar hluti

vínum, sex sénevertegundir, fjórar gintegundir, þrjár rommtegundir, þrjár tegundir af „punsch“, tvær af bitter og átta líkjörar. 660 Samkvæmt verðskrá frá maí 1952 var boðið upp á níu rauðvínstegundir, 11 tegundir af hvítvíni, sjö teg- undir af freyðivíni, eina af kampavíni og fimm Rínar- vín. 661 Um þær mundir voru frönsk borðvín þekktust á Íslandi enda þótt áður hefði talsvert verið flutt inn af spænskum hvítvínum. Að sögn voru þessi spænsku vín „ekki jafn eftirsótt og frönsk hvítvín, eins og þau gefast bezt“. 662 Borðvín frá Kaliforníu voru flutt inn á styrjaldarárunum, en minna eftir það. 663 Úrvalið af heitum vínum hafði einnig aukist nokkuð. Boðið var upp á sjö portvínstegundir, tvær tegundir af Madeira, sjö af vermouth og 18 tegundir af sérríi, en einnig Advocaatlíkjör og tvö Muscatelvín. Af sterkum vínum var úrvalið sem fyrr lang- mest. Hægt var að velja um þrjár koníakstegundir, 15 tegundir af brandí, 22 af viskíi, 11 gintegundir, sex tegundir af sénever, þrjár af rommi, fimm af ákavíti, þrjár af bitter og 26 líkjörar voru í boði. Einnig var hægt að kaupa fjórar gerðir af bökunar- dropum og fimm af hárvatni. 664 Viðhorf til áfengistegunda voru sveiflukennd. Fyrir 1960 var vodki t.d. ekki mikið seldur á vegumÁfengis- verzlunarinnar, en vinsældir hans jukust verulega eftir það. Í skáldsögunni 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þor- steinsson, sem kom fyrst út árið 1955, kemur fram að ríkt fólk drekki viskí fremur en koníak „vegna þess að það hélt að það væri aðalskeimur af því“. 665 Íslenska brennivínið var frægasta framleiðsluvara Áfengisverzlunarinnar, en höfundur uppskriftar að því mun hafa verið Jón E. Vestdal sem var efnafræði- legur ráðunautur Áfengisverzlunarinnar 1934–1939. Samkvæmt lögunum frá 1934 fékk Áfengisverzlunin einkarétt til að framleiða ilmvötn, hárvötn, andlits- vötn, bökunardropa, kjarna (essensa) til iðnaðar og auk heldur hafði hún einkarétt til innflutnings á pressugeri. Nokkra sérstöðu hafði hið svo kallaða Messuvín, sem blandað var úr ýmsum víntegundum, rauðvíni og hvítvíni, portvíni og madeira, en áfengis- magn í því mun hafa verið 18%. 666 Áfengisverzlunin framleiddi hárvötn og ilmvötn, þar á meðal: Eau de Portugal, Eau de Quinine, Eau de Cologne, Bayrhum og ísvatn, en þar að auki ilmvötn „úr hinum bestu erlendu efnum.“ Meðal annarra framleiðsluvara var hárvatnið Trichosan. Einnig framleiddi Áfengisverzlunin bökunardropa, þ. Litað sykurvatn með gervikjarnabragði Í Guðsgjafaþulu , sem kom út í Reykjavík 1972, víkur Halldór Laxness að nokkrum framleiðsluvörum Áfengisverzlunar ríkisins skömmu eftir stríð: „Ýmsum höfðu þótt illa rekin tryppin loks þegar almenningi hafði verið afhent útgerðin með síldarbátum söltunarbryggjum verk- smiðjum og stjórn bæarins, og mundi áreið- anlega hafa staðið til boða að stjórna landinu ef þeir vildu, – þá fóru menn undan í flæm- íngi. Sumir vildu leiðrétta þessa kórvillu en þá vantaði brennivínið. Brennivín hjá okkur kemur í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi og hversdagslega meðalhegðun. Áfeingis- verslun ríkisins var lokuð í landlegum sam- kvæmt lögum. Nú voru góð ráð dýr. Útúr lækninum herjuðu menn þá tortís sem hann átti af hreinum vínanda. Til viðbótar voru tæmdir kompásar í bátum á höfninni; á þeim er eitur. Þeim sem brutust inní Áfeingisversl- unina tókst að finna þar dreitil af legi þeim þefjuðum af efnafræði sem ríkisvaldið hafði smámsaman komið sér upp landslýðnum til gottgjörelsis og hafður var upp og ofan í hár- meðul jólaköku skósvertu karamellur skúri- púlver sætsúpu handsápu og Litað Sykurvatn Með Gervikjarnabragði.“ Halldór Laxness, Guðsgjafaþula , Reykjavík, 1972, bls. 253. 168

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==