Engin venjuleg verslun - Annar hluti

11. Tóbakseinkasalan Samkvæmt lögum nr. 58 frá 1931 var einkasala á tób- aki á Íslandi á verksviði Tóbakseinkasölu ríkisins uns hún var sameinuð Áfengisverzlun ríkisins árið 1961. Þessi einkasala átti sér aðrar forsendur en einkasalan á víni; markmið hennar var fyrst og fremst að afla ríkissjóði tekna en heilsuverndarsjónarmið vógu ekki þungt – a.m.k. ekki fyrst í stað. Tóbakseinkasalan var fyrst og fremst innflutn- ingsfyrirtæki, en ekki smásali eins og Áfengisverzlun ríkisins. Þannig var mismunandi fyrirkomulag á sölu tóbaks og áfengis og hefur svo haldist æ síðan. Tób- akseinkasalan sá ekki um framleiðslu á tóbaki fyrr en á stríðsárunum; þá var stofnsett lítil neftóbaksgerð. Yfirbygging Tóbakseinkasölunnar var ekki mikil en líkt og Áfengisverzlunin aflaði hún ríkissjóði umtalsverðra tekna. Sameining þessara tveggja fyrir- tækja í ÁTVR bjó þannig til afar öflugt fyrirtæki, eins og áður er sagt. Forsendur einkasölu á tóbaki Tóbakseinkasalan komst á fót á svipuðum tíma og Áfengisverzlun ríkisins, eins og áður hefur verið rakið. Forsendurnar voru hins vegar gerólíkar. Í til- viki Áfengisverzlunar ríkisins var um að ræða einka- sölu á varningi sem var nýlega lögleiddur og þótti ástæða til að óttast félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar af of mikilli útbreiðslu hans. Einkasölunni var ætlað að auðvelda eftirlit með innflutningi áfengis og hindra misnotkun þess. Engin slík rök voru höfð fyrir stofnun einkasölu á tóbaki – þótt vissulega hefði mátt grípa til þeirra. Tilgangur Tóbakseinkasölunnar var fyrst og fremst sá að afla ríkissjóði tekna. Í máli stuðningsmanna Þorsteinn Bjarnason, fæddur 1948, leikur sér með pípu. Myndin er tekin á Njálsgötunni og telst ekki góð heimild um reykingar ungbarna. 170

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==