Engin venjuleg verslun - Annar hluti
einkasölunnar kom fram að Tóbakseinkasalan ætti að gefa ríkissjóði drjúgar tekjur „án þess að íþyngja þurfi almenningi í verðlagi“ en að auki bentu allar líkur til „að tóbaksnotkunin muni vaxa og gefur það náttúrulega meiri gróða af einkasölunni“. 667 Stofnun Tóbakseinkasölunnar var hins vegar gagnrýnd af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á sömu grundvall- arforsendum. Einn þingmaður, Guðrún Lárusdóttir, greiddi ekki atkvæði með eða á móti frumvarpinu, en tók fram að „ef það hefði miðað að því að draga úr þessari óhollu nautn, þá hefði ég goldið því jákvæði mitt, af því að ég álít, að full ástæða sé til fyrir löggjaf- arþing þjóðarinnar að reyna með löggjöf að stemma stigu fyrir þeim illu afleiðingum, sem tóbakið hefur, sérstaklega á ungu kynslóðina“. 668 Slík rök voru ekki notuð af öðrum í tengslum við einkasölu á tóbaki á þeim tíma. Neftóbakið sem tóbakseinkasalan verslaði með var aðallega flutt inn frá Danmörku. Árið 1940 stöðv- aðist innflutningur á neftóbaki frá Danmörku vegna styrjaldarinnar. Gaf ríkisstjórn þá út bráðabirgðalög sem síðan voru staðfest með lögum nr. 14 frá 1941. Ríkisstjórninni var nú heimilað að starfrækja tóbaks- gerð og fékk Tóbakseinkasalan það verkefni að koma henni á fót. Tókst að flytja inn hrátóbak frá Banda- ríkjunum og var Trausti Ólafsson, forstöðumaður Atvinnudeildar Háskóla Íslands, fenginn til þess að búa til skorið neftóbak sem líktist „rjól-tóbaki frá Brødrene Braun“. Hófst framleiðsla árið 1941 í sam- ræmi við lög frá sama ári og náðist svo góður árangur að tóbaksmönnum fannst neftóbakið jafnast á við þá vöru sem þeir höfðu vanist. 669 Sölureglur og sölustaðir Fyrirkomulag Tóbakseinkasölunnar var með öðrum hætti en Áfengisverzlunarinnar. Ríkisstjórnin flutti inn tóbak en seldi það „kaupfélögum, öðrum verzl- unarfélögum eða kaupmönnum“. 670 Þannig mátti kaupa tóbaksvörur í flestöllum verslunum landsins, en Tóbakseinkasalan var fyrst og fremst heildverslun. Tóbakseinkasalan skyldi leggja frá 10–75% á tóbak „eftir því sem henta þykir fyrir hverja tegund“. 671 Með reglugerð frá 1931 var hins vegar sett hámarksálagn- ing á tóbak í smásölu, 12% á munntóbak og neftóbak, en 20% á vindla og sígarettur. 672 Hámark heildsölu- álagningar var lækkað úr 75% í 50% ári síðar. Hinn 6. ágúst 1940 setti fjármálaráðuneytið reglu- gerð um að álagning á tóbaksvörur í smásölu mætti ekki vera meiri en 20%, en þessu var hnikað til á komandi árum. Með lögum frá 1943 var álagningar- heimild einkasölunnar hækkuð í 150% en árið 1947 í 250% og í 350% árið 1949. Í lögum um stofnun Tóbakseinkasölunnar var kveðið á um að tekjur af henni skyldu renna til bygg- ingarsjóða verkamannabústaða og Byggingar- og landnámssjóðs. 673 Þetta ákvæði var fellt úr lögum 9. júlí 1941 að því er varðar byggingarsjóð verka- mannabústaða og 9. október sama ár um Byggingar- og landnámssjóð. Yfirstjórn, starfsmannahald og húsnæði Fyrsti forstjóri Tóbakseinkasölunnar var Sigurður Jónasson sem áður hafði verið starfsmaður Tóbaks- verzlunar Íslands, en var bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn 1928–1934. Sigurður fæddist í Lækjarbæ í Miðfirði 19. ágúst 1896. Hann var forstjóri Tóbakseinkasölunnar 1932–1947 og aftur 1955–1961. Í millitíðinni var hann framkvæmdastjóri Olíufélags- ins hf. og um tíma starfsmaður utanríkisráðuneytis- ins. Sigurður andaðist í Reykjavík 28. október 1965. Í þjóðarsögunni er hann einkum kunnur sem mað- urinn sem gaf ríkinu Bessastaði til þess að þar gæti verið aðsetur forseta Íslands. 674 Þegar Sigurður lét af störfum 1947 var Jóhann G. Möller ráðinn forstjóri Tóbakseinkasölunnar, en hann hafði áður verið skrifstofustjóri við Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Jóhann var fæddur á Sauðárkróki 28. maí 1907. Hann hafði verið virkur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins og sat á Alþingi fyrir flokkinn 1940–1942. Hann sat í áfengislaganefnd 1951–1952 og skipaði sér þar í hóp þeirra sem vildu draga úr 171
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==