Engin venjuleg verslun - Annar hluti

faldaðist, en innflutt magn jókst úr 106,4 tonnum í 253,4 tonn á ári. 677 Um miðjan 6. áratuginn reyktu 52% karlmanna, en 25% kvenna. Karlar reyktu að meðaltali fleiri sígarettur á dag en konur, og ungir reykingamenn meira en gamlir. Karlar á þrítugsaldri reyktu 15 sígarettur að meðaltali á dag en konur 8,2 sígarettur; karlar á fimmtugsaldri reyktu á hinn bóg- inn að meðaltali 8,6 sígarettur á dag en konur 4,8. 678 Hreinar tekjur Tóbakseinkasölunnar námu mest 13,1% af heildartekjum ríkissjóðs árið 1934, en 8,4% árið 1956. Hin gríðarlega heildsöluálagning, sem nam 350% á 6. áratugnum, gerði það að verkum að „öll sjónarmið um að gæta hagsmuna neytandans“ hurfu út í veður og vind. 679 Árið 1941 voru söluhæstu tegundirnar af vind- lingum svokallaðir Virginia-vindlingar; Commander, May Blossom, Craven og Players. Aðrar vinsælar teg- undir voru Arabesque og Teofani Gold frá Egypta- landi, tyrknesku vindlingarnir De Resze Turks, Raleigh frá Bandaríkjunum, Soussa og Melachrino frá Egyptalandi. Vinsælustu vindlarnir um þessar mundir voru frá Englandi; Rajah Perfectos, Manikin Major, Cremavana No. I og Aranda Coronitas. Einnig voru fluttir inn Jamaica-vindlar, s.s. Golofina Conc- has. Þá voru seldir enskir smávindlar, s.s. Manikin Gig, Marcella Whiffs og Wills Whiffs. 680 Árið 1948 voru söluhæstu vindlingategundirnar frá Bandaríkjunum, Raleigh, Lucky Strike, Astorias Blended, O.K., Virgina May blossom og Philip Morris. Af tegundum af öðrum uppruna sem hlutu umtalsverða sölu má nefna Soussa og Melachrino frá Egyptalandi. Vinsælustu vindlarnir um þessar mundir voru Hollandezes og Cesarios frá Brasilíu, Agio Petitos, Nizam, La Traviata og Carmen frá Hol- landi. 681 Árið 1955 voru söluhæstu tegundirnar af vindling- um Chesterfield og Camel, en síðan komu Barking Dog, Roy, Raleigh, Kent og Wellington. Einu tegundir utan Bandaríkjanna sem hlutu umtalsverða sölu voru hinar grísku Hellas No. 1 og hinar tyrknesku De Resze Turks. Vinsælustu vindlarnir voru hollenskir, Agio Petitos, en einnig bandarísku vindlarnir Panatelas og Perfectos, og nokkrar hollenskar vindlategundir, s.s. Agio Plubo, Carmen og Duc Havana Stokjes. Einnig var þokkaleg sala á dönskum vindlum, s.s. London Docks, Flora Danica og Ninetta. 682 Á 6. áratugnum tók Tóbakseinkasalan að styrkja félagasamtök með hluta af tekjum sínum. Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra var styrkt frá 1952 og Landgræðslusjóður frá 1955. 683 Styrkurinn fólst í því annars vegar að límdir voru miðar á eldspýtna- stokka af manni með hækju og fólk hafði þá val um að greiða 10 aurum aukalega fyrir stokkinn. Einnig var til límmiði á sígarettupökkum með grænu laufblaði frá Landgræðslusjóði. 684 Á eldspýtnastokkum mátti finna mynd af hvernum Grýtu í Hveragerði sem hér má sjá, en einnig mátti finna eldspýtnastokka með mynd af eldspúandi dreka. Úr Morgunblaðinu , 13. nóv. 1942. 173

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==