Engin venjuleg verslun - Annar hluti

„Hr. forstjóri Jón Kjartansson, Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. 23. maí 1961 Greinargerð um neftóbaksvinnslu Tóbakseinkasölu ríkisins I. Í neftóbakið er notað hráefni, sem nefnt er Dark Fired Kentucky Lugs (43/48 hlutar) og Dark Fired Kentucky Leaf (5/48 hlutar). Hrátób- ak þetta hefir Tóbakseinkasalan lengi keypt frá firmanu S. Henrichsen & Company, Springfield, Tennessee. Eigandi firmans er Sigurd Henrich- sen, sem er danskur að ætt, og þekkir mjög vel þarfir neftóbaksframleiðenda í Evrópu og annars staðar í heiminum. Henrichsen hefir reynst Tób- akseinkasölunni hinn ágætasti viðskiptamaður og hefir Tóbakseinkasalan marg oft gert miklu betri kaup hjá honum en fáanleg hafa þá verið annars staðar. Hann er mjög vandaður maður og hefir jafnan séð um, að Tóbakseinkasalan fengi réttar tegundir af hrátóbaki, sem er henni mjög mikils virði. II. Komið hefir verið upp vélum til að hreinsa, mala og sigta efnið í neftóbakið og mega þær kallast mikið til sjálfvirkar. Er þar um að ræða vél frá sænska firmanu Arenco A/B, sem Formator heitir og vélasamstæðu, er firmað Robert Legg Ltd., London, hefir útvegað og sett upp. Síðan þessi vélasamstæða var sett upp fyrir 1 1/2 ári hefir framleiðslan gengið mjög vel og auk þess mikið til ryklaust, sem hefir mjög mikla þýðingu meðal annars fyrir heilsu þeirra, sem við vinnsl- una starfa, og var mikil endurbót frá því, sem áður var. Þegar hið þurra malaða neftóbaksefni er tilbúið, er það sett í blöndunar- og hrærivél, sem einnig er frá Robert Legg Ltd., London. Eru í einu sett 48 kg. af tóbaksdufti og ca. 22.2 kg. af vökva, sem saman stendur af hér um bil: 16 kg. Vatn  4 " Kalii Carbonas  2 " Natrii Chloridum 0.2 " Ammonia liquida 30+ techn. Síðan hrærir þessi vél blönduna í 10 mín- útur og er hún þá tekin og sett í eikartunnur og Neftóbaksgerð 15. ágúst 1963. Böðvar Högnason, starfsmaður ÁTVR, við vélasamstæðu sem sker tóbak. 174

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==