Engin venjuleg verslun - Annar hluti

þjappað vel niður í þær og skrúfað eikarlok yfir. Þannig er tóbakið geymt í ca. 8 mánuði í nokkuð kaldri geymslu. III. Þegar að tími er til komin að pakka nef- tóbakið er tóbakinu mokað upp úr tunnunum og það slegið sundur í hamarmyllu og sigtað í sigti og er það þá tilbúið til þess að láta í glös (250 gr.) og blikkdósir (50 gr.). Við alla þessa fram- leiðslu vinna nú 3 karlmenn og 3 stúlkur 5 daga vikunnar frá kl. 8 til 5 að frádregnum matar- og kaffitíma. Á laugardögum er ekki unnið. IV. Tóbakseinkasalan hefir haft mikla við- leitni til að reyna að pakka neftóbakið á einfald- ari og ódýrari hátt. Hefir það að vissu leyti tekizt með sænskri vél (frá Kisab A/B í Gautaborg) í poka úr efni, sem er polythene, aluminium og glascine saman límt „laminated“. Ekki líkaði þó þessi pökkun nægilega vel og varð það úr, að firmað Kisab A/B lofaði að senda á þessu sumri nýja vél, sem talið er víst, að muni pakka miklu betur og með tímanum ódýrar en vél sú, sem vér höfðum keypt af firmanu. Jafnframt lofaði firmað að taka þá vél, er vér höfðum keypt af því upp í hina nýju vél, sem er um það bil helmingi dýrari. Firmað sendir vélina ókeypis til Íslands og tekur hana aftur, ef hún dugar ekki. Ef þessi pökkun tekst, gerum vér ráð fyrir að spara megi á henni um það bil kr. 300.000.00 á ári og yrði þá öllu tóbakinu pakkað í pakka (eða poka) úr fyrrnefndu efni, sem myndu vega ca. 50 gr. nettó. Hér með fylgir afrit af samkomu- lagi, sem gert var í Gautaborg í vetur milli vor og firmans Kisab A/B. Þá er þess einnig að geta, að firmað Robert Legg Ltd. er nú að gera tilraunir með að búa út heppilegar vélar til að sigta tóbakið er það kemur úr tunnunum og ganga svo frá að miklu minni vinna verður þar af leiðandi við pökkunina. Um þetta mun firmað hafa samband við Tóbaks- einkasöluna á þessu sumri. Þar er ágætur maður, Mr. W. H. C. Dickinson, sem hér hefur verið tvisvar sinnum við að setja upp framleiðslu- vélarnar og treystum vér því, að hann verði enn hjálplegur við að leysa pökkunar vandann, að minnsta kosti hvað sigtunina snertir. Nokkurt efni er til af polythene aluminium umbúðaefn- inu, en það er jafn vel hægt að nota í hina nýju vél sem þá, er það var pantað fyrir. Ennfremur er nokkuð til af umbúðakössum, sem einnig verður hægt að nota fyrir tóbakspoka, sem pakkaðir eru í hinni nýju vél frá Kisab A/B í Gautaborg. Teljum vér, að vér höfum með bréfi þessu gefið yður nægilega skýrt yfirlit yfir tóbaksgerð vora, en forstöðumaður hennar, hr. Sigurjón Hildibrandsson, getur að sjálfsögðu gefið nánari upplýsingar í smærri atriðum. Virðingarfyllst, pr.pr . TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS Sigurður Jónasson“ Þjóðskjalasafn Íslands: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 2001 BA/39 nr. 2. Starfsmaður ÁTVR pakkar neftóbaki í plastdósir. 175

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==