Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Viðhorf til tóbaksneyslu Þrátt fyrir að einn alþingismaður hafi rætt um ill áhrif tóbaksneyslu þegar lögin um Tóbakseinkasölu ríkis- ins voru til afgreiðslu virðist umræða um óhollustu reykinga ekki hafa farið hátt á þessum tíma. Árið 1945 birtist Víkverjapistill í Morgunblaðinu þar sem vikið var að því hversu heppnir Íslendingar væru að geta keypt Lucky Strike-sígarettupakka í næstu búð og því bætt við að „þeir sem koma úr her- numdu löndunum í Evrópu kunna að meta þau lífsins gæði, sem við höfum hjer og við skulum gera það, sem í okkar valdi stendur til þess, að landar okkar, sem nú eru að koma heim úr útlegðinni, fái að njóta gæðanna með okkur“. 685 Árið 1948 gaf Náttúrulækningafélag Íslands út bókina Menningarplágan mikla og var það rit í tveimur hlutum. Nefndist sá fyrri Eldurinn á arni lífs- ins og var eftir heilsufræðinginn og Finnlandssvíann Are Waerland (1876–1955). Sá síðari fjallaði um áhrif áfengisins á líffæri mannsins og andlega hæfileika hans. Umræðan um skaðsemi tóbaks var nokkur nýj- ung á þessum tíma, en í bókinni vitnaði Waerland „í orð margra lækna og fræðimanna, er sýna og sanna skaðleg áhrif tóbaksins á líffæri manna. Hann bendir á marga sjúkdóma, sem tóbakið virðist stuðla að og færir mörg dæmi því til sönnunar. En alvarlegust virðist ákæran gegn foreldrum, sem eitra andrúms- loftið á heimilum sínum með reykingum og geta gert börn sín að tóbaksneytendum, þegar í móður- kviði.“ 686 Árið 1953 gaf Samband bindindisfélaga í skólum út bækling um tóbaksnotkun eftir Níels Dun- gal prófessor. Á svipuðum tíma skrifaði hann einnig um tóbak í Fréttabréfi um heilbrigðismál sem gefið var út af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. 687 Grein Dungals vakti mikla athygli, en í henni bendir hann á tölfræðilegt samhengi á milli sígarettu- reykinga og lungnakrabbameins: Á síðustu árum er það að koma æ betur í ljós, að krabbamein er orðið mörgum sinnum algeng- ara í lungum heldur en það var áður. Nákvæm- ar eftirgrennslanir hafa sýnt, að þessi aukning stendur í réttu hlutfalli við sígarettuneyzluna, sem í flestum menningarlöndum hefur aukizt stórlega. Og þegar sjúklingarnir, sem koma með lungnakrabbamein, eru spurðir spjörunum úr, kemur í ljós, að lungnakrabbamein er algengast Tóbaksbindindismenn virðast ekki hafa verið vinsælustu mennirnir í þjóðlífinu ef marka má þessa skrýtlu sem birtist í Morgunblaðinu 1947: „Það fór í taugarnar á tóbaksbindindis- manni, sem var í áætlunarbíl, að tveir ungir menn, er voru þar einnig, fóru að reykja, - Vitið þið það ekki, sagði bindindismaður- inn, að menn, sem fá krabbamein í tunguna, hafa fengið það af tóbaksreykingum? - En vitið þjer það ekki, svaraði annar fjelag- anna, að flestir af þeim sem fá glóðarauga, hafa fengið það af því að sletta sjer fram í annara manna hagi?“ Morgunblaðið 7. júní 1947, bls. 14. Níels Dungal (1897–1965), prófessor við Háskóla Íslands. Auglýsing í Morgun- blaðinu 30.12.1919. 176

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==