Engin venjuleg verslun - Annar hluti
meðal þeirra, sem mest hafa reykt. Í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem sígarettureykingar hófust fyrst í stórum stíl, er krabbamein í lung- um nú orðið næstum eins algengt og í maga. En áður en reykingar hófust, var krabbamein í lungum mjög sjaldséð fyrirbrigði. 688 Í þessum pistli fjallar Dungal um áhrif reykinga á heilsufar með almennum hætti og bendir á aukna hættu af lungnakvefi og kransæðastíflu. En árið 1955 birti hann hins vegar grein þar sem sérstaklega var fjallað um reykingar og krabbamein og vísað ítarlega í erlendar rannsóknir. Þar á meðal voru nýlegar rit- gerðir, frá árinu 1950, þar sem fjallað var um tölfræði- legt samhengi reykinga og krabbameins. 689 Á þessum tíma var lungnakrabbamein tiltölulega sjaldgæft á Íslandi, sem Níels Dungal taldi ráðast af því „að alveg fram að 1940 er Ísland langt á eftir öðrum löndum í sígarettuneyzlu“. 690 Kostnaðurinn af tóbaksneyslu fyrir þjóðarbúið var einnig til umræðu. Árið 1952 seldust fimm sígarettu- pakkar á hvert mannsbarn á Íslandi. Í Morgunblaðinu er bent á að „[f]yrir þann krónufjölda, sem við notum til tóbakskaupa á einu ári gætum við keypt 6 nýsköp- unartogara“. 691 Níels Dungal nefnir þetta líka í sínum fjölmörgu greinum gegn tóbaksnautn: Þegar bæði hjónin reykja, eins og víða á sér stað, sinn pakkann hvort á dag, verður kostn- aðurinn um 600 kr. á mánuði fyrir þau, en það er mjög tilfinnanlegur skattur fyrir flesta, skattur sem nemur um 7000 kr. árlega og verð- ur að greiðast. Fyrir þetta fé mætti á örfáum árum fá sér allar heimilisvélar og gera heimilið vistlegt. 692 Yfirlit Tóbakseinkasalan var aldrei jafn umdeilt og umtalað fyrirtæki og ÁVR. Veldur þar mestu að mun minna bar á umræðu um heilsufarslegar og félagslegar afleið- ingar af tóbaksnotkun á fyrri hluta 20. aldar, en um skaðleg áhrif af áfengisneyslu. Þetta tók að breytast ummiðja öldina, m.a. vegna áróðurs frá Níels Dungal og fleiri læknum. Tóbakseinkasölunni var komið á fót til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð og tengdist átökum jafnaðar- manna og íhaldsmanna um verslunarfyrirkomulag í landinu. Ekki bar mikið á hugmyndalegum ágrein- ingi um réttmæti þess að selja tóbak og að ríkið hefði tekjur af slíkri sölu. Yfirstjórn Tóbakseinkasölunnar var jafnan pólitískt skipuð þótt embættið gengi á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Segja má að Tóbakseinkasalan hafi náð því mark- miði að vera ríkissjóði mikilvæg og traust tekjulind. Það tókst þó ekki án þess að almenningi væri íþyngt í verðlagi. Fór álagningin á tóbakið stöðugt hækkandi og náði að lokum 350% á 6. áratugnum. Árið 1952 seldust fimm sígarettupakkar á hvert mannsbarn á Íslandi, en umræðan um skaðsemi tóbaks var nokkur nýjung á þessum tíma. 178
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==