Engin venjuleg verslun - Annar hluti
12. Áfengisvarnir og bindindishreyfing Í riti um áfengisvarnir frá 1972 telur Jónas Guð- mundsson, ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu, Áfengisverzlun ríkisins til áfengisvarna „[þ]ó undar- legt megi virðast“ þar sem hluti af tekjum verslunar- innar fari til þessa málaflokks. 693 Þetta lýsir í hnot- skurn sérstöðu Áfengisverzlunarinnar miðað við annan verslunarrekstur, hvort sem hann er almennur eða sérhæfður. Markmið hennar var frá upphafi ólíkt hefðbundinni verslun sem leitast við að miðla tiltek- inni vöru og hámarka hagnað eigendanna. Opinbert markmið Áfengisverzlunar ríkisins var annað; hlut- verk hennar beinlínis „að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu“. Í þessu fólst þversögn; versluninni var falið það hlutverk að dreifa tiltekinni vöru en vinna jafnframt gegn neikvæðum afleiðingum henn- ar. Í því fólst viðurkenning á því að áfengi væri ekki eins og hver önnur verslunarvara, en eftir sem áður var dreifing áfengis lögleg og á hendi hins opinbera. Áfengisverzlun ríkisins þurfti jafnan að feta þröngt einstigi þar sem fyrirtækið sinnti framleiðslu og dreifingu á vímugjafa sem hafði þjóðfélagsleg og heilsufarsleg vandamál í för með sér. Fyrirtækið hafði enga sérstaka hvata til að auka starfsemi sína; fremur hið gagnstæða. Sala og neysla á áfengi fór stöðugt vaxandi, allt frá stofnun Áfengisverzlunar ríkisins, en hún aðhafðist fátt sem stuðlað gæti að þeirri þróun, annað en hafa áfengi til sölu eftir þeim reglum sem í gildi voru á hverjum tíma. Framlag verslunarinnar til áfengisvarna er sérstak- ur kapítuli í sögu hennar og til marks um sérkenni þessa verslunarfyrirkomulags. Jafn þverstæðukennt og það kann að hljóma, þá eru náin tengsl á milli sögu áfengisvarna og sögu Áfengisverzlunar ríkisins. Ofdrykkja og heilbrigðisvandamál Þegar framleiðsla og sala sterks áfengis var lögleidd 1935 voru tvær ráðstafanir gerðar til að vega upp á móti skaðlegum áhrifum af aukinni áfengisneyslu. Í fyrsta lagi var leitt í lög að ríkisstjórn ætti að skipa ráðunaut í áfengismálum sér til aðstoðar. Gegndi Friðrik Ásmundsson Brekkan fyrstur því starfi (til 1950), en síðan Brynleifur Tobíasson (1950–1958), Kristinn Stefánsson (1958–1971) og Ólafur Haukur Árnason (frá 1971). Í öðru lagi var sett ákvæði um áfengisvarnanefndir í öllum hreppum og kaupstöðum landsins, eins og áður var rakið. Áfengisvarnanefndir hreppanna skyldu skipaðar þremur mönnum, en í kaupstöðum utan Reykjavíkur voru þær skipaðar sjö mönnum og níu í Reykjavík. Voru nefndirnar kosnar hlutfalls- kosningu af hlutaðeigandi sveitarstjórnum en að auki skipaði ráðherra formann. Kjörtímabil nefndarmanna var fjögur ár en nefndarstarfið ólaunað. 694 Áhersla var lögð á að konur tækju þátt í störfum nefndanna, a.m.k. þeirra sem skipaðar væru sjö eða níu manns. Áfengisvarnanefndirnar voru byggðar á sænskri fyrirmynd. Meðal markmiða þeirra voru stuðningur við bindindisstarfsemi, fræðslu og upplýsingu meðal almennings um bindindis- og áfengismál, eftirlit með bindindisfræðslu í skólum og „að vera yfirvöldum og löggæzlumönnum til aðstoðar í að haldið sé uppi hlýðni við áfengislögin“. Nokkurt grín var gert að nefndunum, þær taldar meðal „skoplegra nefnda sem alþingi hefur ungað út“ og hæðst að því að ráðherra henti það eitt sinn að skipa látinn mann í áfengis- varnanefnd. 695 Alþýðleg sjálfsfræðsla var gefin út árið 1934 af Friðriki Ásmundssyni Brekkan, ráðunaut í áfengismálum. 179
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==