Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Það verkefni nefndanna sem sérstaklega var undir­ strikað í reglugerð var aðstoð við að útvega hæli eða hjúkrun handa þeim „sem annaðhvort gerast vand- ræðamenn að einhverju leyti eða ósjálfbjarga sökum drykkfelldni“, m.a. með því að „rannsaka ástandið hjá viðkomandi manni, eða á viðkomandi heimili, og taka skýrslu um það af fjölskyldunni eða öðrum, sem vel þekkja til og vitnisbærir eru“. 696 Skyldi áfengis- varnanefnd vinna með fátækrastjórn og lögreglu, en að öðru leyti er óljóst til hvaða úrræða hún gæti gripið þar sem ekki voru til meðferðarstofnanir fyrir drykkjumenn. Í bréfi forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins til út­ sölustjóra frá 26. janúar 1938 kemur fram að hann telur að Áfengisverzlunin sé „að sjálfsögðu“ aðili í baráttu gegn ólöglegri meðferð áfengis í landinu og er útsölumönnum uppálagt að gefa áfengisvarnarnefndum í umdæmi yðar allar þær upplýsingar sem þér teljið að þeim séu nauðsynlegar í baráttunni gegn áfengis- lagabrotum og þér getið í té látið, svo sem upp- lýsingar um áfengissendingar, sem afgreiddar hafa verið eftir pöntunum, hverjir pantað hafa og hverju verðmæti þær nema. Einnig áttu þeir „að fara nákvæmlega eftir fyrir- mælum laga og reglugerða um afhendingu áfengis, sérstaklega að láta ekki áfengi af hendi við unglinga, ölvaða menn eða þá sem gerst hafa brotlegir við áfengislögin“. 697 Virðast sumar áfengisvarnanefndirnar hafa tekið slíkum fyrirmælum fagnandi. Útsölumaður ÁVR á Ísafirði kvartar yfir samskiptum við formenn áfengis- varnanefndanna, í bréfi dagsettu 13. janúar 1939 og telur þá „leggja jafn margvíslegan skilning í ákvæði reglugerðarinnar eins og þeir eru margir sjálfir. Einn heimtar til dæmis skrá yfir áfengisúttekt allra íbúa síns hrepps eftir hvern mánuð.“ 698 Í skýrslu áfengismálanefndar alþingis frá 1965 kemur fram að þá voru áfengisvarnanefndirnar orðnar 227 talsins, en nefndarmenn samtals um 740. 699 Um það leyti var Áfengisvarnaráði og áfengis- varnanefndunum gefin sú einkunn að þær væru „svo til algjörlega valdalausar stofnanir“ og „gagnslitlar vegna valdaleysis síns“. 700 Árangurinn af starfi áfengisvarnanefnda var því misjafn. Með þeim var stór hópur fólks virkjaður í baráttunni við ofdrykkjuvandann, en á hinn bóginn höfðu nefndirnar ekki mörg úrræði til þess að takast á við hann. Í áfengislögunum frá 1954 voru ákvæði um emb- ætti áfengisráðunautar og sérstakt áfengisvarnaráð á landsvísu, sem skipað skyldi fimmmönnum og átti að fara með yfirstjórn allra áfengisvarna í landinu. Fjórir meðlimir ráðsins voru kosnir af Alþingi en áfengis- ráðunautur var sjálfkjörinn formaður þess. Fyrstu árin fundaði ráðið reglulega, eða um 14 sinnum á ári að meðaltali. 701 Áfengisvarnaráð hafði nána sam- vinnu við hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndum og Alheimssambandið gegn áfengisbölinu í Lausanne í Sviss. Frá og með 1959 var ráðið með fastráðinn erind- reka í þjónustu sinni, en áður var það íhlaupastarf og voru áfram ráðnir erindrekar til skamms tíma eða sérstakra verkefni þótt fastir erindrekar væru teknir til starfa. 702 Áfengisvarnaráð sinnti almennri bindindisfræðslu, m.a. með sýningu fræðslumynda í skólum, en einnig styrkti það ýmis bindindisfélög til starfa. Erindrekar áfengisvarnaráðs höfðu jafnan kvikmyndir með sér á ferðum sínum. 703 Fyrstu drykkjumannahælin Góðtemplarareglan var ekki að baki dottin þótt bak- slag hefði komið í baráttu hennar fyrir áfengisbanni. Skömmu eftir lögleiðingu sterks áfengis átti hún frumkvæði að því að stofnað væri drykkjumannahæli og má segja að opinberir aðilar hafi fylgt í kjölfarið fremur en átt frumkvæði að þessari gerð heilsugæslu. Á þriðja og fjórða áratugnum var rætt um hvort ekki væri æskilegt að stofna drykkjumannahæli. Þess- ari hugmynd var hreyft í Alþýðublaðinu á ofanverðum þriðja áratugnum. 704 Undir lok fjórða áratugarins fékk 180

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==