Engin venjuleg verslun - Annar hluti

hún aukinn byr í seglin. Hvatamenn voru ekki síst Helgi Tómasson geðlæknir og Guðrún Lárusdóttir alþingismaður. Guðrún barðist fyrir því að sett yrðu lög um stofnun drykkjumannahælis og lagði fram frumvarp þess efnis árið 1936. Með frumvarpinu, sem að mestu var sniðið eftir dönskum lögum, lagði Guðrún fram ítarlega greinargerð. Benti hún á að í nálægum löndum, til dæmis í Noregi og Danmörku, hefðu drykkjumannahæli verið starfrækt um áratuga skeið. Við greiningu sína á ástandinu byggði hún meðal annars á skýrslum nokkurra lögreglustjóra í landinu, áliti fangavarða og þeirra sem störfuðu að fátækramálum. Benti Guðrún á að komið hefði í ljós að á ýmsum heimilum væru „misþyrmingar af hálfu drykkjumanna, konan hefir verið barin og farið illa með börnin, og það er sífelldur ófriður á heimil- unum.“ 705 Í áliti fangavarðarins við Hegningarhúsið í Reykjavík kom m.a. fram að hann teldi að í bænum væru að minnsta kosti 60 karlmenn, auk nokkurra kvenna, sem væru „ósjálfbjarga fyrir drykkjuskap“ og þyrftu á hælisvist að halda. Auk þess væru allmargir menn utan höfuðstaðarins og mætti reikna með að alls væru um 100 manns sem þyrftu á slíkri vist að halda. 706 Fjöldi manna ritaði undir áskorun þess efnis að slíku hæli yrði komið á fót og ráðunautur ríkisins í áfengismálum hvatti mjög til þess. Í grein í Morgun- blaðinu árið 1939 benti hann á að þegar hefði borist gjafafé til stofnunar slíks hælis. 707 Undir lok 4. ára- tugarins kom sú hugmynd upp að heppilegur staður fyrir slíkt hæli væri Engey og mun Vilmundur Jóns- son landlæknir hafa borið þá hugmynd fram fyrstur manna. Var hugsunin þá sú að þar gætu vistmenn starfað að bústörfum. 708 En einnig var bent á aðra möguleika og almennt var það mat manna að heppi- legast væri að drykkjumannahælið væri í sveit þar sem vistmenn gætu unnið, enda væri enginn vafi á því að „líkamleg vinna ásamt reglubundnu lífi að öðru leyti, er það, sem slíkir menn mest þarfnast, sér til heilsubótar“. 709 Á bindindisþingi á Þingvöllum 1937 var sam- þykkt áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um þetta mál. Árið 1940 gekkst Stórstúka Íslands fyrir almennri fjársöfnun um allt land til stofnunar drykkjumannahælis í Reykjavík eða nágrenni. Alls söfnuðust um 30 þúsund krónur en bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórnin ákváðu að verja hvor um sig 30 þúsund krónum til styrktar málefninu. Í kjölfarið fengu templarar leyfi til að reka heilsu- hæli fyrir drykkjumenn og var rekstur þess hafinn á Kumbaravogi í Stokkseyrarhreppi. Þetta hæli var tekið í notkun 20. mars 1943. 710 Síðar tók ríkið við þessari stofnun samkvæmt lögum frá Alþingi. Var vistmönnum skipt í tvo flokka. Annars vegar þeir sem dæmdir voru til hælisvistar samkvæmt hegning- arlögum, en hins vegar þeir sem sjálfir sóttu um vist eða lögráðamenn fyrir hönd þeirra. Þeir sem sjálfir sóttu um vist voru hins vegar skyldaðir til að dvelja á hælinu jafn lengi og læknir þess ákvæði. 711 Árið 1944 var hælið flutt að Kaldaðarnesi í Flóa og íbúðarhúsið þar endurnýjað þannig að pláss fékkst fyrir 17 menn. Var því valinn staður samkvæmt tillög- um tveggja manna er voru kunnugir þessum málum, Vilmundar Jónssonar landlæknis og Jónatans Hall- varðssonar sakadómara. 712 Urðu allnokkrar umræður á Alþingi um þessa ráðstöfun, enda töldu nokkrir þingmenn að jörðin hentaði illa til þessara nota, þar sem svæðið væri þakið af rusli og braki eftir umsvif breska og bandaríska setuliðsins á stríðsárunum. 713 Voru vistmenn hælisins meðal annars látnir vinna við að hreinsa svæðið eftir að starfsemi þess hófst. Alfreð Gíslason var læknir stofnunarinnar í Kald- aðarnesi, en vorið 1946 var hún sameinuð rekstri ríkisspítalanna. Helgi Tómasson varð yfirlæknir, en hann vildi reka þessa stofnun á öðrum grundvelli og fá þangað menn sem ekki þyrftu langa vist til að fá nokkurn bata. Hælið í Kaldaðarnesi var lagt niður 1947 en komið var upp sérstakri deild á Kleppsspítala fyrir drykkjumenn sem álitið var nauðsynlegt að taka úr umferð. 714 Um þetta mál stóð nokkur styr og voru skiptar skoðanir á því hvort drykkjumannahæli af þessu tagi ættu að vera lækningastofnun eða gæslu- heimili fyrir þá „sem nú hrekjast í Hafnarstræti eða á Arnarhólstúni“. 715 Guðrún Lárusdóttir (1880–1938), alþingismaður 1930–1938. 181

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==