Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Fyrstu tilraunir til að koma á fót drykkjumanna- hæli báru því lítinn árangur og var ein ástæðan skort- ur á fjármagni. Við því voru ýmsar leiðir, en ein þeirra var að nota tekjur af áfengissölu til að sporna við skaðvænlegum áhrifum neyslunnar. Á næstu árum var í auknum mæli litið til Áfengisverzlunar ríkisins til að fjármagna baráttuna við afleiðingar áfengis- neyslu. Verslunin varð þannig mikilvægur hlekkur í áfengisvörnum Íslendinga. ÁVR og baráttan við áfengið – stofnun Gæzluvistarsjóðs Árið 1949 voru sett ný lög ummeðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Með þeim komst á sú nýbreytni að áfengisnautn var nú skilgreind sem sjúkdómur og var geðveikrahælinu á Kleppi falin yfirumsjón með gæslu drykkjusjúkra manna. 716 Þetta var gert sam- kvæmt tillögum Alfreðs Gíslasonar og var ætlunin sú „að drykkjusjúkir menn verði fluttir á sjúkrahús í stað þess að vera settir í ósæmilega fangaklefa“. 717 Til þess að fjármagna gæsluvist þeirra sem haldnir voru hinum nýskilgreinda sjúkdómi skyldi stofnaður nýr sjóður, Gæzluvistarsjóður. Í upphaflegum frum- varpsdrögum kom fram að verja skyldi hálfri annarri milljón af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins á ári hverju næstu sex ár til að standa undir kostnaði við fram- kvæmd laganna. Í meðförum þingsins rýrnaði sú upphæð allverulega og varð að lokum 750 þúsund á hverju ári. 718 Áfengisverzlunin hafði því fengið nýtt hlutverk og skyldi leggjast á árarnar í baráttunni við drykkjusýki. Þessi þversögn fór ekki fram hjá samtímamönn- um. Í þingræðu benti Sigfús Sigurhjartarson á að það væri „einkennilegt ástand í því þjóðfélagi, sem rekur með áfengisverzlun hernað gegn þegnunum með þeim árangri, að tugir liggja í svaðinu, og svo verður ríkið að verja 9 millj. kr. til þess að sjá sómasamlega fyrir hinum föllnu.“ 719 Pétur Ottesen benti einnig á að það væri ríkisvaldið sem „með sínum aðgerðum sér fyrir því, með takmarkalausu vínframboði, að fýsnum þessara veslings manna, sem drykkjuskapurinn hefur Kleppsspítali á 6. áratug 20. aldar. 182

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==