Engin venjuleg verslun - Annar hluti

orðið að falli, sé og geti verið fullnægt“ og því taldi hann að aðstoð ríkisvaldsins sé og eigi að vera allt önnur og ríkari til þess að hamla eitthvað á móti þeim voða, sem af þessum aðgerðum ríkisvaldsins stafar og er alveg bein og hlykkja- laus afleiðing af því, hvernig ríkisvaldið hagar áfengissölunni í landinu, því að eins og kunn- ugt er, þá er af hálfu ríkisvaldsins spekúlerað, eins og mögulegt er í að gera, í drykkjufýsn þjóðarinnar til þess að afla sem mestra tekna handa ríkinu. Hann taldi að í Reykjavík væru um 100 manns sem þyrftu að komast inn á þær stofnanir sem ráð var gert fyrir í frumvarpinu. „Svo eru aðrir, sem eru svo djúpt sokknir, að lítil eða engin von er til þess, að þeir geti aftur náð fótfestu í lífinu til þess að verða þar starfandi menn.“ 720 Nokkrum árum síðar var ástand mála þannig að upphæðin sem safnað hafði verið í þennan gæslu- vistarsjóð stóð „að mestu ónotuð“. 721 Í janúar 1953 tók áfengisvarnastöð til starfa í Túngötu 5, en hún varð bráðlega ein af deildum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og kostuð af bæjarfélagi, ríki og sjúkra- samlagi. 722 Í upphafi störfuðu þar tveir læknar og tvær hjúkrunarkonur. 723 Hún var göngudeild sem byggði á lyfjameðferð, m.a. á lyfinu Antabuse. 724 Sú lyfjagjöf varð síðar umdeild og sú skoðun varð almennari að með þessu væru alkóhólistar gerðir að dópistum ofan í kaupið. 725 Enn vantaði „sjúkrahúsdeild fyrir menn, sem teknir eru á almannafæri“, en allra mest þörf var talin á „að koma upp drykkjumannahæli, gæzluvistarhæli fyrir langt leidda drykkjusjúklinga“. Eina hælið sem ætlað var drykkjusjúklingum á þessum tíma var kjall- ari lögreglustöðvarinnar í Reykjavík. 726 Auk lyfjameðferðar starfaði sálfræðingur við áfengisvarnastöðina og voru sjúklingar teknir í við- töl sem miðuðu að því „að hjálpa sjúklingum, til að þekkja sjálfa sig og til skilnings á vandræðum sínum“. 727 Mat starfsmanna var að um 40% sjúklinga næðu verulegum bata, tæplega 20% lítilsháttar bata en afgangurinn sýndi engin ummerki um bata. 728 Meðal hæla sem stofnuð voru á næstu árum voru drykkjumannahælið að Úlfarsá í Mosfellssveit, sem var stofnað 1952, og hælið í Gunnarsholti, sem var stofnað 1954. Á Úlfarsá voru níu sjúklingar 1965, en 34 í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 729 Í Gunnarsholti var lágmarkstími vistar þrír mánuðir og drykkju- sjúklingar dvöldust þar iðulega langdvölum. Lang- stærstur hluti af tekjum Gæzluvistarsjóðs fór í rekstur hælisins uns rekstrarfyrirkomulagi þess var breytt 1970–1971. 730 Árið 1958 var framlag Áfengisverzlunar ríkisins í Gæzluvistarsjóð 1,5 milljónir króna af 150 milljóna hagnaði verslunarinnar, eða um 1%. Þetta framlag var hækkað í 7,5 milljónir árið 1964 og upp úr 1970 var framlagið orðið um 20 milljónir króna af u.þ.b. 1000 milljóna króna tekjum verslunarinnar, eða um 2%. 731 Í skýrslu áfengismálanefndar frá 1965 eru ofdrykkja og drykkjusýki skilgreindar sem geðsjúk- dómur er þurfi meðhöndlun sem slíkur. 732 Meðal þeirra sem voru eindregið á þessari skoðun var Tómas Helgason yfirlæknir sem hafði bent á líkindi með hinni félagslegu lýsingu á drykkjusýkinni annars vegar og hugsýki eða taugaveiklun hins vegar. Þessi viðhorf mótuðu það hvaða úrræðum var beitt. Á þessum tíma voru flestöll drykkjumannahæli og sjúkradeildir sem störfuðu í landinu í beinum tengslum við Kleppsspítala. Undantekningin var hæli Bláa bandsins í Víðinesi sem var stofnsett 1959. Hins vegar yfirtók Kleppsspítali rekstur áfengisvarna- stöðvar Bláa bandsins við Flókagötu í Reykjavík árið 1963 (henni var komið á legg 1955), og stofnaði þar Flókadeild Kleppsspítala með aðstöðu fyrir 31 ein- stakling. Meðal þess sem þótti vanta á þessum tíma voru lokað drykkjumannahæli fyrir langtímavistun og sérstakt kvennaheimili, þótt aðstaða væri fyrir konur á Flókadeildinni. 733 Í upphafi 8. áratugarins var Flókadeildin orðin „eins konar „pensionat“ þar sem vistmenn ganga út og inn og jafnvel stunda ein- hver störf undir lækniseftirliti. Mjög margir, sem þar 183

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==