Engin venjuleg verslun - Annar hluti
dvelja, munu einnig vera fíknilyfjaneytendur, jafn- framt því sem þeir eru drykkjumenn.“ 734 Ekki voru allir sáttir við þessa sjúkdómsgreiningu á drykkjuskap og töldu jafnvel að hún gæti tafið fyrir lækningu. „Allir, sem þekkja nokkuð til ofdrykkju vita, hve viðkvæmir ofdrykkjumennirnir eru, einmitt á því stigi, sem þeir gera sér ljóst, að drykkjuskapar- vandamálið er að verða þeim ofviða“. 735 Að mati geðlækna var drykkjumönnum hættara við slysum og sjálfsmorðum en öðrum þjóðfélags- hópum og flestir létust þeir fyrir aldur fram. 736 Rann- sóknir af þessu tagi urðu til þess að skýrari mynd fékkst af þeim heilbrigðisvandamálum sem stöfuðu af áfengisneyslu. Á hinn bóginn var „Kleppsstefnan“ umdeild og ekki allir á eitt sáttir um leiðir til að takast á við þennan vanda. Bindindishreyfingin Eins og sjá má af frumkvæði Góðtemplara í byggingu drykkjumannahælis þá var reglan ekki af baki dottin þótt áfengi hefði nú verið lögleitt. Jafnvel mætti halda því fram að Stórstúka Íslands hafi nú fengið aukinn vind í seglin, því að stór hópur landsmanna var and- vígur lögleiðingunni og vildi leggja sitt af mörkum til þess að snúa þeirri stefnu við. Til vitnis um það má t.d. nefna þá staðreynd að fjöldi félaga í Góðtempl- arareglunni tvöfaldaðist á fjórum árum, frá 1. febrúar 1935 til 1. febrúar 1939. 737 Koma erlends hers til Íslands hafði mikil áhrif á þjóðlífið og vildi Stórstúka Íslands bregðast við því með því að loka öllum áfengisútsölum. Einnig voru stúkurnar vettvangur þeirra sem vildu berjast fyrir héraðsbönnum og lokun áfengisútsalna í kaup- stöðum utan Reykjavíkur. Í Vestmannaeyjum var það t.d. stúkan Sunna sem sendi erindi til bæjar- stjórnar um lokun útsölunnar í febrúar 1951. Þegar kosið var um opnun áfengisútsölu í Keflavík stóð stúkan Vík fyrir borgarafundi, ásamt kvenfélögum og íþróttafélögum. Árið 1947 samþykktu bindindishreyfingar Norð- urlanda ályktun um áfengislaus Norðurlönd. Var hugur í bindindismönnum, en jafnframt óx þeim í augum vaxandi áfengisneysla á stríðsárunum. Öflugt grasrótarstarf leiddi til stofnunar fleiri samtaka sem höfðu sama markmið. Meðal félaga sem stofnuð voru til að vinna gegn áfengisvandanum voru Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem stofnuð var 1946, en svo nefndust frjáls samtök kvenfélaga í þessum sveit- arfélögum. Markmið nefndarinnar var að aðstoða einstaklinga og heimili sem áttu við vanda að stríða vegna ofdrykkju og óreglu. Að frumkvæði Áfengis- varnanefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði var stofnuð svonefnd Hjálparnefnd stúlkna á vegum menntamálaráðuneytisins 1959 og var markmiðið að aðstoða „afvegaleiddar stúlkur“ sem komnar væru „á glapstigu“. 738 Árið 1953 var Bindindisfélag ökumanna stofnað og var markmið þess m.a. að draga úr akstri undir áhrifum áfengis. Félagið sótti fyrirmyndir til Svíþjóð- ar og svipaðrar félagsstarfsemi þar. Meðal stefnumála þess var að gera reglur um ölvunarakstur strangari og kynna óáfeng vín á Íslandi. 739 Áróður félagsins miðaðist við að lítil þekking væri á afleiðingum ölv- unar á aksturshæfni, en rannsóknir hefðu „leitt í ljós, að mjög lítið magn af áfengi eykur verulega ökumis- ferli, jafnvel hjá mjög leiknum ökumönnum“. 740 Þá var kvartað yfir því að auknum ölvunarakstri hefði „bein- línis verið boðið heim með tilkomu vínveitingahúsa í útjaðri bæjarins“. 741 Flókadeild Klepps- spítala, 1967. 184
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==