Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Í nýjum umferðarlögum sem sett voru 1958 var tekið á þessu í 25. grein þar sem voru í fyrsta sinn ákvæði um akstur undir áhrifum áfengis. Þar kemur fram að enginn megi „aka eða reyna að aka vélknúnu ökutæki, ef hann vegna áfengisneyzlu verður eigi talinn geta stjórnað því örugglega“. Einnig var tekið fram að ökumaður teldist eigi geta stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn í blóðin væri 0,5–1,2 prómill og hann teldist óhæfur til þess væri vínanda- magnið meira. Bindindisfélag kennara var stofnað 1953 og beitti sér einkum fyrir bindindisfræðslu í skólum og útgáfu fræðsluefnis um þau mál. Það var aðili að Landssambandi gegn áfengisbölinu ásamt fleiri félagasamtökum á þessum sviði, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi íslenskra skáta, Íþróttasambandi Íslands, KFUK, Kvenréttindafélagi Íslands, Presta- félagi Íslands, ungmennafélögum og fleiri almennum félagasamtökum. 742 Landssambandið gegn áfengisbölinu var stofnað 1955 að frumkvæði áfengisvarnaráðs og tók að sér að annast fræðslu- og upplýsingastarf af ýmsu tagi. 743 Einnig var til Samband bindindisfélaga í skólum (stofnað 1932) sem sinntu svipuðu fræðslustarfi. 744 Árangurinn af þessu starfi var misjafn. Árið 1966 var kvartað yfir því að ekki „sé til ein einasta kennslu- Fulltrúar á Stórstúkuþingi á Siglufirði 1947. 186
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==