Engin venjuleg verslun - Annar hluti
verslunarinnar. Þetta nefndarálit kom aldrei fram og frumvarpið kom ekki til afgreiðslu. 764 Fjárhagsörðugleikar Bláa bandsins ollu því að árið 1963 yfirtók Kleppsspítali rekstur áfengisvarnastöðv- ar félagsins. Var hann þá eina sjúkrahúsið sem tók við drykkjusjúkum mönnum. 765 Ný lög um áfengisvarnir Áfengislög nr. 12/1969 urðu grundvöllur að síðari áfengislögum. Þau voru, eins og fyrri áfengislög, að meginstofni hugsuð sem áfengisvarnalög. Þannig þjónaði einkasala ríkisins fyrst og fremst því tak- marki að sporna við misnotkun áfengis, en tilgang- ur laganna var að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli sem henni er samfara. Í lögunum var einnig að finna ákvæði er takmörkuðu tilbúning, sölu og veitingar áfengis, kveðið á ummeð- ferð áfengis, ölvun og refsingar auk áfengisvarna, en um áfengisvarnir var sérstaklega fjallað í VII. kafla laganna. Eftir tilkomu sérstaks heilbrigðisráðuneytis, sem tók til starfa 1. janúar 1970, var áfengisvarnaþátt- urinn færður frá dómsmálaráðuneytinu yfir til þess. Samkvæmt lögunum skipaði ríkisstjórnin sérstakan áfengisvarnaráðunaut sér til aðstoðar að fengnum til- lögum stjórna þeirra bindindisfélaga sem nutu styrkja af opinberu fé til bindindisstarfsemi. Kostnaður Áfengisvarnaráðs var greiddur úr Hrörleg híbýli 1960–1969 þar sem sjá má vitnis- burð um áfengisneyslu. Staðsetning óþekkt. 190
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==