Engin venjuleg verslun - Annar hluti

ríkissjóði. Kveðið var á um að ráðið skyldi hafa skrif- stofu í Reykjavík og áfengisvarnaráðunautur veitti henni forstöðu. Áfengisvarnaráð fór með yfirstjórn áfengisvarna í landinu en hlutverk þess var að stuðla að bindindissemi, vinna gegn neyslu áfengra drykkja og reyna í samráði við ríkisstjórn, áfengisvarna- nefndir og bindindissamtök að afstýra skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Eitt aðalhlutverk áfengis- varnaráðs var að hafa yfirumsjón með áfengisvarna- nefndum sveitarfélaganna, samræma störf þeirra og leiðbeina. Mörg önnur atriði mætti nefna, t.d. skyldi leita til ráðsins varðandi verðlagningu áfengis, þótt misbrestur yrði á því. Áfengisvarnir voru einnig á verkefnaskrá sveitar- félaga. Þannig ríkti blandað kerfi, en skyldur sveitar- félaganna fólust í kosningu áfengisvarnanefnda sem voru ráðgefandi um bindindis- og áfengismál fyrir sveitarstjórnir, lögreglustjóra, áfengisvarnaráð, ríkis- stjórn og aðra hlutaðeigandi aðila. Nefndirnar skyldu skipaðar þremur til sjö mönnum en í Reykjavík níu. Í lögum kom fram að heilbrigðismálaráðherra gæti falið félagsmálaráðum sveitarstjórna að nokkru eða öllu leyti störf áfengisvarnanefnda og ákveðið starfs- svið nefndanna með reglugerð. Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti 25 hýsti fyrsta eiginlega sjúkrahús Reykvíkinga frá 1884 til 1902, en hlaut nafn sitt eftir að Reykjavíkurbær hóf þar rekstur húss fyrir sjúklinga í sóttkví árið 1920. Árið 1969 fékk húsið nýtt hlutverk þegar það var gert að gistiskýli fyrir útigangsmenn og greiddi borgin reksturinn. 766 Árið 1973 var hafist handa við byggingu nýrrar áfengisdeildar Kleppspítala og var henni komið fyrir að Vífilsstöðum. Framkvæmdir drógust nokkuð, en vorið 1976 var deildin loks opnuð og hafði rúm fyrir liðlega 20 sjúklinga. Var þá meðferðarúrræðum breytt í ýmsu og m.a. breytt skipulagi áfengismeðferðar geðdeildarinnar; hún skiptist nú í afeitrunardeild, göngudeild áfengissjúklinga, móttökudeild og endur- hæfingardeild. Má segja að þetta hafi verið fyrsta byggingin sem ríkið reisti fyrir alkóhólista. 767 Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti, um 1960, sem síðar varð gistiskýli fyrir útigangsfólk. Veggspjald með auglýsingu frá Umferðarráði frá árinu 1983. 191

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==