Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Meðferðariðnaðurinn Um miðjan áttunda áratuginn var í vaxandi mæli leitað nýrra úrræða við meðferð drykkjusjúklinga. Á örfáum árum varð mikill kippur í ferðum Íslendinga til Bandaríkjanna þar sem þónokkrir Íslendingar fóru í meðferð á Freeport-sjúkrahúsinu á Long Island í New York. Alls fóru um 650 Íslendingar í áfengismeð- ferð vestur um haf á árunum 1974–1982. Trygginga- stofnun ríkisins greiddi fyrir þessa meðferð og var það einsdæmi á Norðurlöndum. 768 Freeportklúbburinn var stofnaður 1976 og beitti sér fyrir fyrirlestrahaldi um áfengismál, m.a. í sjón- varpinu. Stofnað var heimili fyrir útigangsmenn að Ránargötu 6 og fékk það fljótlega stuðning félags- málayfirvalda borgarinnar. 769 Talað hefur verið um hugarfarsbreytingu „á allri afstöðu og umræðu um áfengismál á þessum árum“. 770 Árið 1977 beittu nokkrir menn sem farið höfðu í meðferð á Freeport-sjúkrahúsinu sér fyrir stofnun Samtaka áhugafólks um áfengisvandann. Frumkvöð- ull að þessu var Hilmar Helgason verslunarmaður, en stofnfundur samtakanna var haldinn í Háskóla- bíói. Frá upphafi voru forystumenn úr stjórnmálum, verkalýðshreyfingu og viðskiptalífi í stjórn samtak- anna. 771 Meginmarkmið samtakanna var frá upphafi að stofna afvötnunarstöð fyrir drykkjumenn. 772 Var slík stöð stofnuð í Reykjadal í Mosfellssveit sama ár en vorið 1979 stofnuðu samtökin sjúkrastöð á Sil- ungapolli í grennd við Rauðhóla. Voru breytingar á húsnæði þar fjármagnaðar að hálfu leyti með fram- lagi úr Gæzluvistarsjóði. Frá 1978 gengust samtökin einnig fyrir eftirmeðferð að Sogni í Ölfusi en frá 1980 einnig að Staðarfelli í Dölum. 773 Sjúkrastöð SÁÁ í Grafarvogi, sem hlaut nafnið Vogur, var tekin í notkun í árslok 1983. Var hún Morgunblaðið 7. október 1964. 192
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==