Engin venjuleg verslun - Annar hluti
þykkti einnig áskorun um að Áfengisverzlunin yrði framvegis lokuð. 784 Þessi barátta leiddi að lokum til þess að á Alþingi 1942–1943 var samþykkt breyting á áfengislögum sem átti að gera almenningi á hverjum stað kleift að krefjast lokunar útsölunnar á staðnum. Ekki varð þó úr framkvæmdum í samræmi við þá samþykkt fyrst í stað. Útsölurnar í Reykjavík Lengi vel var aðalútsala Áfengisverzlunar ríkisins í Reykjavík til húsa í Nýborg við Skúlagötu 6, en síðar bættust aðrar útsölur við. Nýborgarhúsið var byggt sem korngeymsla árið 1917, eins og áður hefur verið vikið að. 785 Þótti aðbúnaður í húsinu löngum heldur nöturleg- ur, bæði innra og ytra. Til hagræðis fyrir viðskiptavini Nýborgar var tappatogari hlekkjaður við vesturgafl hússins. 786 Vestan við húsið, austan Fiskifélagshúss- ins við Skúlagötu, var óbyggð lóð á 5. áratugnum þar sem oft var mannmargt og drukkið með háreysti. Var staðurinn nefndur Grand Hótel og hent gaman Skrifstofur ÁTVR og Lyfja- verslunarinnar voru í Borgartúni 7 frá 1965 til ársins 1990. Þar var einnig lager og framleiðsla nef tóbaks til húsa ásamt framleiðslu ilmvatna og kökudropa. Árið 1954 var rými leigt í húsi Rúgbrauðs gerðarinnar, Borgartúni 6, fyrir lyfjaframleiðslu Lyfja- verslunar ríkisins en húsið var keypt árið 1976. Í hús- inu var framleiðsludeild Lyfjaverslunarinnar og einnig aðallager lyfja sem dreifð voru til sjúkrahúsa og apóteka. Nýborg Í Nýborg við Skúlagötu 6 fór fram áfengis- framleiðsla og þar var lengi aðalútsala Áfengis- verzlunarinnar í Reykjavík. Nýborg heitir eitt húsið langt Hjerna niður við sæinn. Áfengi bruggað er þar strangt, – hvað ekki´ er rangt – út er það flutt um bæinn. – Um bæinn. – Sigurður Z Ívarsson Vjer brosum. Kvæði (1929), bls. 25. 198
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==