Engin venjuleg verslun - Annar hluti

að. Þegar farið var að byggja á þessari lóð fluttu hinir heimilislausu sig um set yfir í skúra sem voru norðan við Skúlagötu, andspænis Sænska frystihúsinu, eða yfir á Arnarhól sem var helsta athvarf hinna heimilis- lausu á sumrin: Þeir liggja þarna oft margir undir bárujárns- girðingunni að norðan og sofa þótt komið sé fram á dag, þreyttir menn eftir kalda nótt, og hneyksla góða borgara. Á veturna sofa þeir í miðstöðvarklefum, þar sem láðst hefur að krækja aftur kjallaraglugga, eða í forstofum, þar sem gleymzt hefur að loka útidyrunum. Aðrir hreiðra um sig í ónýtum bröggum og kofum, þar sem regn fer hindrunarlítið gegnum þakið. Dæmi er til um mann, sem lengi hafðist við í hitaveitustokk. Enn fremur er þeim ósjaldan búin gisting í kjallara lögreglustöðvarinnar. Þar fá þeir trébekk að liggja á, vaðmálsteppi að breiða ofan á sig, vatnskrús að drekka úr og fötu að gera í þarfir sínar. Annað er þarna ekki húsgagna. 787 Þjófnaðarmál í Nýborg Í tengslum við þjófnaðarmál í Nýborg vetur- inn 1944–1945 lagði Ólafur H. Sveinsson fram skýrslu í lögreglurétti Reykjavíkur; þar er afgreiðslufyrirkomulaginu lýst svo: „Vínið er tekið inn í vínbúðina úr vöru- skemmu Nýborgar á kvöldin eftir að afgreiðsla til viðskiptamanna er lokið. Vínið er þá talið inn í búðina af tveimur mönnum, öðrum frá vöru- skemmunni (oftast Jóhannesi Björnssyni), hinum frá vínbúðinni (oftast Kolbeini Högnasyni) og jafnharðan borið af öðrum mönnum beina leið í búðina, þar sem því er staflað í hillurnar eða inn í vínbúðargeymsluna, þar sem því er staflað upp í kössum. Allt vínið er borið inn í tólf-flösku kössum, flestum með tólf hólfum. Hurðin milli búðargeymslunnar og vöruskemmunnar er öll járnvarin og læst með smekklás. Auk þess er hún krækt búðargeymslumegin með tveimur sterkum krókum en hinumegin er henni lokað með slag- brandi. Enginn annar gangur innanhúss er milli vínbúðarinnar og vöruskemmunnar. Vínið er afgreitt úr vöruskemmunni eftir nótum, sem rit- aðar eru á aðalskrifstofu áfengisverslunarinnar, en fyrir kemur, að þegar víntegundir vantar í búðina, meðan á afgreiðslu stendur, að vín er fengið úr vöruskemmunni í búðina móti kvittun, sem ég gef nærri alltaf sjálfur og undirrita með dagsetningu og nafni. Þessum kvittunum er svo skilað aftur á kvöldin og vín það, sem fengið hefir verið móti þeim, dregið frá því, sem afhenda ber samkvæmt nótunni frá aðalskrifstofunni. Afgreiðsla vínsins til viðskiptamanna fer þannig fram, að þrír afgreiðslumenn, Sigurður Bjark­ lind, Kolbeinn Högnason og ég skrifum á sérstök umsóknarblöð vín það, er um semur við kaup- anda. Hann undirritar svo blaðið með nafni sínu og heimilisfangi og fær það stúlkum þeim, sem rita þríritaðar nótur yfir vínkaupin. Eitt eintakið er eftir í nótubókinni en tvö eintök fá þær gjald- keranum, sem tekur við greiðslunni og stimplar bæði eintökin með greiðslustimpli vínverslunar- innar og fær síðan kaupanda frumritið, en afritið leggur gjaldkerinn hjá sér, þangað til afgreiðslu- maður í vínbúðinni tekur það. Eftir afritinu tekur hann vínið og afhendir það kaupanda móti því að sýna frumritið. Að afgreiðslunni lokinni stimplar hann bæði nótueintökin með afgreiðslustimpli og fær kaupandanum frumritið aftur, en afritinu heldur vínbúðin eftir.“ ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/2 nr. 2, bls. 4-5. 199

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==