Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Í bókmenntum eftirstríðsáranna er vísað til Nýborgar sem „skúrsins við flæðarmálið“. 788 Róstu- samt var í kringum Nýborg á stríðsárunum og voru gerðar tíðar tilraunir til innbrota. 789 Stríðið gerði það að verkum að aðföng til þessa rekstrar urðu torveldari. Áfengisútsölunni í Reykjavík var lokað 7. júlí 1941 og var hún lokuð fram undir áramót það ár. Undu bannmenn vel við þá stöðu og bentu m.a. á að fangelsunum í Reykjavík hefði fækkað um helming 1941 miðað við árið 1940. 790 En þá hófust undanþágurnar svonefndu. Í Morg- unblaðinu 5. mars 1943 kemur fram að áfengisút- salan í Reykjavík hafði þá átt að heita lokuð í tvö ár. Síðan segir: „Opinberlega er áfengisútsalan ekki opin, en það er ekkert leyndarmál, að menn geta fengið undanþágur, og þarf tilefnið ekki að vera mikið.“ 791 Í Viðskiptaskránni 1942 kemur fram að útsala Áfengisverzlunnar sé að Vesturgötu 2 og var áfengi afgreitt þar samkvæmt skömmtunarseðlum og undanþágum. Áfengisverzlunin var opnuð vorið 1945 og fóru þá rónar aftur að venja komur sínar á Arnarhólstúnið. 792 Ný áfengisútsala var stofnuð árið 1945. Nefndist hún „Austurríki“ og var til húsa við Hverfisgötu 108 en fluttist að Snorrabraut 56 árið 1951. 793 Þar var hún starfrækt til ársins 1990. Árið 1954 var veltan í Nýborg og við Snorrabraut svipuð, en þó ögn hærri á Snorra- braut. 794 Var hún síðan lengi vel stærsta útsala ÁVR. Á fjórða áratugnum var um 70% alls þess áfengis sem Íslendingar keyptu selt í Reykjavík, en það hlutfall jókst í 80% á stríðsárunum og hélst á því róli næstu ár eftir styrjaldarlok. 795 Hins vegar voru bæjarbúar ekki svona miklu drykkfelldari en aðrir landsmenn því fáar áfengisútsölur voru annars staðar á landinu og því umfangsmikil póstverslun rekin frá höfuðstaðnum. Hinn 15. janúar 1953 var samþykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það hvort áfengisútsölur skyldu vera opnar áfram. Var til- lagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn einu, en þrír sátu hjá. 796 Hinn 7. júlí 1953 tók bæjarráð hins vegar Starfsmenn í verslun ÁTVR að verðmerkja vörur, 1968. 200

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==