Engin venjuleg verslun - Annar hluti

samhljóða ákvörðun um að atkvæðagreiðsla um bann í Reykjavík færi ekki fram að sinni „ þar sem ríkis- stjórnin hefir lýst því yfir, að Áfengisverzlun ríkisins muni selja áfenga drykki í Reykjavík, eftir sem áður, þó að svokallað héraðsbann verði samþykkt þar “. Byggði bæjarráð ákvörðun sína á yfirlýsingu framkvæmda- nefndar Stórstúku Íslands þess efnis að vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar væri „lítið sem ekkert unnið við það, þó að slíkt bann kæmist á í borginni“. 797 Hinn 9. júní 1962 var þriðja áfengisútsalan opnuð í Reykjavík, m.a. vegna þess að „álagið á þeim tveim búðum, sem fyrir eru, hefur verið geysilegt á anna- dögum og óvenjulega mikið að gera þar að undan- förnu“. 798 Nýja vínbúðin var við Laugarásveg og var hún starfrækt til 1988. Hlaut verslunin á Laugarás- veginum snemma viðurnefnið „Konuríkið“, enda lá það orð á að fínar dömur legðu heldur leið sína þangað en í ösina í útsölunum í miðbænum. Árið 1965 rak Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins þannig þrjár útsölur í Reykjavík en 11 veitingahús í Reykjavík höfðu vínveitingaleyfi með samtals 21 vín- stúku. 799 Það ár var útsölunni í Nýborg lokað. Iðnaðar- deildin fluttist í Borgartún 7 en útsalan að Lindargötu 46. 800 Í Morgunblaðinu er sagt frá hinni nýju verslun og kemur fram að hún sé „björt og rúmgóð og öll hin glæsilegasta. Meðal nýmæla má nefna að tvennar inn- göngudyr eru í verzlunina.“ 801 Afgreiðsluhættir í verslunum ÁTVR voru þannig að viðskiptavinir komu að búðarborði og báðu um þá vöru sem þeir vildu kaupa. Í grein i Neytendablaðinu 1974 er fyrirkomulag áfengissölu í Reykjavík harðlega gagnrýnt: Afgreiðslustaðirnir eru vel faldar óvist- legar kompur, algerlega „sterílar“ og viðmót afgreiðslufólksins almennt kalt og fráhrind- andi. Aðsóknin á þessa þrjá útsölustaði er eigi að síður geysimikil. Vinnur afgreiðslufólkið í einumspreng allan daginn. Viðskiptavinir troð- ast upp að afgreiðsluborðinu eins og kindur að jötu og er algengt að standa þarna í biðröðum í um hálftíma áður en afgreiðsla fæst. Sá sem duglegastur er að olnboga sig áfram og beita hnefaréttinum fær fyrst afgreiðslu en hinir sem Áfengisútsalan við Snorrabraut, 1975. 201

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==