Engin venjuleg verslun - Annar hluti
minna mega sín verða oft að standa tímunum saman og bíða eftir afgreiðslu. Þetta er hið mesta ófremdarástand. Hægur vandi væri að setja upp grindur fyrir framan afgreiðsluborðið svo að viðskiptavinirnir yrðu að ganga að baki grindanna til að fá afgreiðslu. Myndi þá fljótt myndast biðröð þriggja til fjögurra manna og bætast aftan við hana. 802 Enda þótt lýsingin sé harkaleg er sannleikskjarni í henni. Örtröðin í verslunum ÁTVR var oft mikil og biðraðamenning skammt á veg komin á Íslandi. Áfengisútsölur í kaupstöðum Árið 1922 voru útsölur stofnaðar í sjö kaupstöðum (Reykjavík, Hafnarfirði, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum) í kjölfar viðskipta- samninga við Spánverja. Eins og áður er sagt, var það skilningur stjórnvalda næstu áratugi að ekki væri hægt að loka útsölum nema rjúfa samningana. Á stríðsárunum fækkaði útsölum ÁVR þó um eina. Árið 1941 var áfengisútsalan í Hafnarfirði lögð niður vegna skömmtunar. Hún var ekki opnuð aftur að stríði loknu og var þar með skapað fordæmi fyrir því að loka mætti áfengisútsölum í kaupstöðum án eftirmála. Í kjölfar þess að lög um héraðsbönn voru sam- þykkt á Alþingi jókst þrýstingur á að fleiri útsölum yrði lokað. Hinn 4. maí 1944 var samþykkt í bæjar- stjórn Ísafjarðar tillaga um lokun áfengisútsölunnar. Fleiri bæjarstjórnir fylgdu í kjölfarið. Árin 1945 og 1946 kom krafa frá bæjarstjórnum á Akureyri og Siglufirði um að áfengisútsölum á þessum stöðum yrði lokað tímabundið til 1. október „eða þar til síld- veiði er að fullu lokið og aðkomufólk farið frá Siglu- firði“. Á Ísafirði var þess krafist að áfengisútsölunni yrði lokað frá 15. september til 15. nóvember og í Vestmannaeyjum „á komandi vetrarvertíð“. 803 Ekki var orðið við þessum óskum heimamanna. Þrýstingur þessi var viðvarandi og stjórnvöld voru sökuð um að brjóta lög um héraðsbönn með því að láta undir höfuð leggjast að halda atkvæðagreiðslur um slík bönn þar sem þess væri krafist. Með drögum að nýjum áfengislögum, sem voru fyrst lögð fyrir alþingi 1951–1952, viðurkenndu stjórnvöldd hins vegar að slíkar atkvæðagreiðslur mættu fara fram án þess að teljast brot á viðskiptasamningum. Af sex útsölustöðum ÁVR var Reykjavík mikil- vægust og þar seldist um 80% af öllu áfengi árið 1952. Á Akureyri seldist um helmingur af því sem þá var eftir, en því næst komu Vestmannaeyjar, Siglufjörður, Ísafjörður og Seyðisfjörður. 804 Vestmannaeyjar riðu á vaðið með héraðsbann. Árið 1951 hafði verið samþykkt með sjö atkvæðum Nýborg lokað, Morgun- blaðið 24.7.1965. 203
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==