Engin venjuleg verslun - Annar hluti

gegn einu í bæjarstjórn Vestmannaeyja að láta fara fram atkvæðagreiðslu um lokun áfengisútsölunnar. Ljóst var að stjórnvöld myndu ekki standa gegn mál- inu í þetta sinn og fór fyrsta atkvæðagreiðslan um héraðsbann fram í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1953. Var samþykkt með 650 atkvæðum gegn 439 að loka útsölunni, en kjörsókn var rétt um 50%, Ísafjörður fylgdi nú í kjölfarið. Á Ísafirði var hald- inn umræðufundur um bindindismál 14. apríl 1953 en enginn mætti til að mæla gegn lokun áfengisbúð- arinnar. Í blaði sem bannmenn gáfu út var dregin sú ályktun „að ekki væru áberandi margir einstaklingar í bænum á móti því að loka útsölu áfengisverzlunar- innar hér.“ 805 Einnig var minnt á baráttu verkalýðs- félagsins Baldurs gegn áfengisútsölunni á 4. áratugn- um og verkamenn hvattir „til þess að ljúka því verki, sem þeir urðu að neyðast til að hætta við 1931.“ 806 Sunnudaginn 19. apríl fór svo fram atkvæðagreiðsla um það hvort loka skyldi áfengisútsölunni á Ísafirði. Féllu atkvæði þannig: Já sögðu 562, nei sögðu 357, auðir voru 16 og ógildir 3. 807 Þá um haustið komust héraðsbönn loks til fram- kvæmda. Útsölunni í Vestmannaeyjum var lokað 10. september 1953. Á Ísafirði var útsölunni lokað rúmum mánuði síðar, 19. október. Nokkrummánuðum síðar kom röðin að Akureyri. Samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að láta fara fram atkvæðagreiðslu um héraðsbann með 7 atkvæðum gegn 2, en 2 sátu hjá. Samhliða kosningu til Alþingis í lok júní 1953 fór fram kosning um það hvort í bænum skyldi vera opin áfengisútsala eða henni lokað. Sam- þykkt var að loka útsölunni og sögðu já 1730 en nei 1274. Auðir seðlar voru 332 og ógildir 33. Alls kusu 3369. 808 Ekki undu allir Akureyringar glaðir við þessa niðurstöðu. Í Akureyrarbréfi Morgunblaðsins 11. apríl 1954 segir m.a.: „Það er engin furða þótt í erlendum landkynningabókum séum við Íslendingar teiknaðir sem Eskimóar að dorga upp um ís, meðan meirihluti fulltrúa okkar á löggjafarsamkundu þjóðarinnar lítur á okkur sem skrælingja á borð við þá.“ 809 Á Siglufirði fór einnig fram atkvæðagreiðsla um lokun, en aðdragandi hennar var ummargt sérstæður. Bæjarstjórn Siglufjarðar bárust tilmæli áfengisvarna- nefndar um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um héraðsbann og var samþykkt að halda slíka atkvæða- greiðslu „eftir að slík atkvæðagreiðsla hefði farið fram á Akureyri og eftir að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu væru kunn!“ 810 Siglfirðingar ætluðu greinilega að bíða átekta og haga seglum eftir því hvernig blásið hefði á Akureyri. Yfirleitt gáfu templarar út blöð í tengslum við þessar atkvæðagreiðslur. Á Siglufirði kom einnig út nýtt bæjarmálablað, Þytur , sem eingöngu var helgað þessu máli, en það hafði þá sérstöðu að tekin var afgerandi afstaða gegn lokun. Þar segir m.a.: Um hvað er þarna verið að greiða atkvæði? Í raun og veru ekkert annað en um það, hvort Siglfirðingar eigi og megi kaupa sitt áfengi innan bæjar eða utan, löglega eða ólöglega. Hvort þeir eigi þess kost að fá sæmilegt áfengi við föstu ákveðnu lögverði, eða þeir neyðist til – þeir sem fá sig til slíks – að kaupa óþverra- sull, bruggað af fáfróðum gróðafíknum ein- staklingum með frumstæðustu tækjum og aðferðum, úr misjafnlega hollu og geðslegu hráefni, og selt við okur verði. 811 Önnur rök sem komu fram í sama blaði voru þau „að verði áfengisútsalan opin áfram, munu tekjur bæjarsjóðs aukast nokkuð og mun ekki af veita, og sé ég enga skynsemi mæla með því að láta Reykjavík hirða þær prósentur, sem áfengissalan gefur“. 812 Áfengisvarnanefnd Siglufjarðar hvatti hins vegar til að útsölunni yrði lokað. 813 Það kom þó fyrir ekki. Sunnudaginn 31. janúar 1954 gengu Siglfirðingar að kjörborði í sveitarstjórnarkosningum og voru þá jafnframt greidd atkvæði um framkvæmd héraðs- banns. Var fellt með miklum atkvæðamun að loka áfengisútsölunni. Voru 815 á móti lokuninni, en 365 með. Auðir seðlar og ógildir voru 72, en alls greiddu 1236 atkvæði. Niðurstaðan var skýr: „Útsölu ÁVR hér verður því ekki lokað.“ 814 Ekki var þessi niðurstaða óumdeild, ekki frekar 205

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==