Engin venjuleg verslun - Annar hluti

en gagnstæð niðurstaða á Akureyri. Hinn 11. ágúst 1959 skrifar Haraldur Böðvarsson í Morgunblaðið : „Áfengisútsala ríkisins á Siglufirði er mikill bölvaldur og ætti að afmá hana úr bænum, a.m.k. ætti hún að vera alveg lokuð í landlegum til að firra vandræðum. Þetta ættu allir að vera sammála um og koma í fram- kvæmd.“ 815 Á Siglufirði var ástandið raunar þannig að í hvert sinn sem síldveiðiskip söfnuðust þar saman þá var áfengisútsölunni lokað. Samt sem áður var ástandið þannig í landlegum að naumast heyrist mannsins mál, vegna óláta og háreistis ölvaðra manna, sérstaklega þegar á daginn líður og mest þó, þegar dimma tekur nótt. Á þessi lýsing við, þrátt fyrir það, að áfengisútsalan sé lokuð frá upphafi landlegu. … Sú spurning hlýtur í þessu sambandi að rísa, með hvaða hætti áfengis sé aflað, þegar áfengisútsalan er lokuð frá upphafi landlegu. Niðurstaða bæjarfógeta var hins vegar sú að bein óleyfileg áfengissala væri hverfandi lítil á Siglufirði heldur væri pantað frá öðrum útsölustöðum. 816 Ljóst er að áfengissala fór mjög vaxandi á Siglufirði eftir að útsölunni á Akureyri var lokað. Þannig jókst áfengissala þar um 121,7% árið 1954, en 24,7% og 30,2% í Reykjavík og á Seyðisfirði. 817 Þegar lög um vínveitingaleyfi voru rýmkuð gátu aðeins veitingahús á stöðum þar sem áfengisútsölur voru opnar sótt um þau. Ekkert veitingahús á Siglu- firði eða Seyðisfirði uppfyllti þau skilyrði sem þóttu nauðsynleg. Að auki mátti opna vínveitingahús þar sem væri mikill straumur erlendra ferðamanna, en eini staðurinn sem þar kom til greina var hótelið á Keflavíkurflugvelli. 818 Andstæðingar héraðsbanns í Vestmannaeyjum fengu því framgengt að sunnudaginn 6. nóvember 1955 fór fram atkvæðagreiðsla í Vestmannaeyjum um það hvort áfengisútsalan skyldi opnuð aftur í Eyjum. Alls voru 2.353 á kjörskrá, en aðeins rösklega helmingur neytti atkvæðisréttar síns, eða 1.235. Af þeim voru 676 á móti áfengisútsölu, 540 með henni, auðir seðlar 10 og 9 ógildir. Fram kom í blöðum að „[t]emplarar höfðu nokkurn viðbúnað í sambandi við þessa atkvæðagreiðslu, fengu m.a. liðsmenn frá Reykjavík og héldu opinberan fund um málið.“ 819 Hinn 25. nóvember 1956 kusu Akureyringar um það hvort vínbúðin skyldi opnuð á ný. Bentu bindind- ismenn á Akureyri á það að áfengissala til bæjarbúa hefði dregist saman um tvo þriðju eftir lokun útsöl- unnar og að handtökum vegna ölvunar hefði fækkað um fjórðung. Á hinn bóginn var bent á að bærinn missti nú af útsvari sem rynni til Siglufjarðar. 820 Þau rök virðast hafa vegið þungt, því að samþykkt var að vínbúðin skyldi opnuð með 1.744 atkvæðum gegn 1.015. Auðir seðlar og ógildir voru 40. 821 Var þá lokið þeirri tíð er áfengisútsölur voru einungis opnar á þremur stöðum á landinu. Atkvæðagreiðsla um hvort útibú ÁVR skyldi opnað á ný var haldin á Ísafirði 28. apríl 1957. Á kjör- skrá voru 1.517 en 838 greiddu atkvæði. Greiddu 606 atkvæði með opnun áfengisútsölunnar en 214 á móti; auðir og ógildir seðlar voru 18. Umdæmisstúka gaf út fjölritað blað, Sókn , um áfengismálin en allt kom fyrir ekki. 822 Árið 1965 voru áfengisútsölur í fjórum kaupstöð- um utan Reykjavíkur, á Akureyri, Siglufirði, Seyðis- firði og Ísafirði. Á Akureyri höfðu tvö veitingahús vínveitingaleyfi og voru bæði búin vínstúkum. 823 Áfengisútsalan í Vestmannaeyjum var opnuð aftur 1966, eftir margra ára lokun. Þar, eins og á Siglufirði, bar mikið á vínneyslu í landlegum þrátt fyrir að útsalan væri lokuð. Í Morgunblaðinu 1965 er það sagt lærdómsríkt að koma á Pósthúsið t.d. á laugar- dögum. Það fer lítið fyrir þeim sem ætlar að verða sér úti um nokkur frímerki, en gust- mikill og háleitur er sá er út arkar með brúnan pakka undir hendinni – og ekki er maður fyrr inn kominn en einhver bráðókunnur heiðurs- maður, kannske dálítið brauðfættur, ávarpar mann með þessum orðum: „Áttu kröfu?“ 824

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==