Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Í skýrslu bæjarfógeta frá 1965 kemur fram að „[v]ínneysla er hér allmikil og er stór þáttur í öllu skemmtanalífi“ og jafnframt að „[h]andtökur vegna ölvunar eru hér tíðar og mestar á vetrarvertíðum“. 825 Árið 1971 hóf áhugafólk um lokun útsölunnar í Eyjum söfnun undirskrifta meðal kjósenda um að fara fram á að greidd yrðu atkvæði um það hvort loka skyldi áfengisútsölunni, sem hafði þá verið opin í fimm ár. Alls rituðu yfir 1.200 kjósendur nöfn sín á undirskriftalistana af tæplega 3.000 á kjörskrá í Eyjum en til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu þurfti undirskrift þriðjungs kjósenda eða meirihluta bæjarstjórnar. Samkvæmt áskorun áhugafólks um lokun áfengisútsölunnar krafðist Áfengisvarnanefnd Vestmannaeyja þess að atkvæðagreiðsla um lokun áfengisverzlunarinnar færi fram alþingiskosninga- daginn 13. júní 1971. 826 Fór svo að nokkur meiri- hluti reyndist andvígur lokun, eða 1144, en 885 vildu loka. Alls kusu 2094 eða 72,1% atkvæðisbærra Vest- mannaeyinga. 827 Nýjar áfengisútsölur Þegar átökin um héraðsbönn stóðu sem hæst bar minna á kröfum um nýjar áfengisútsölur. Árið 1958 var þó kosið um opnun áfengisútsölu í Keflavík. Hinn 27. nóvember 1958 var haldinn almennur borgarafundur í Bíóhöllinni um væntanlega atkvæðagreiðslu varðandi áfengis- útsölu hér í bæ. … Áfengisráðunautur ríkisins séra Kristinn Stefánsson var frummælandi á fundinum. Ræddi hann einkumumþað þrennt, er hann taldi þá er væru fylgjandi áfengisút- sölu nota málflutningi sínum til stuðnings, en það væru héraðsbönn, leynivínsala, og tekjur bæjarfélagsins af útsölu. … Hvöttu ræðumenn bæjarbúa mjög til að greiða atkvæða gegn opnun áfengisútsölu hér í bænum við kosning- arnar næstkomandi sunnudag. … En er líða tók á, færðist nokkurt líf í fundinn. Tóku þá nokkrir fundarmenn að deila hart á starfsemi stúkumanna yfirleitt … og má því segja að umræður hafi farið út fyrir þann ramma sem þessum fundi var upphaflega ætlaður. 828 Að lokum var fellt að opna áfengisútsölu og greiddu 619 atkvæði gegn því en 487 voru fylgjandi opnun útsölu. Kjörsókn var um 52%. 829 Árið 1958 var lagt fram frumvarp til laga sem heimilaði ríkisstjórninni að selja áfengi og tóbak „til erlendra farþega, er fara um Keflavíkurflugvöll“, en í meðferð þingsins var þessu breytt þannig að áfengið mætti selja „til farþega og flugvélaáhafna í framhalds- flugi“. 830 Rökin fyrir þessari verslun voru viðskiptalegs eðlis, einkum þau að „Keflavíkurflugvöllur mundi eiga þess að vænta í framtíðinni, að aðrir flugvellir, sem kæmu til greina sem millilendingarflugvellir á ferðunum yfir Atlantshafið, gætu orðið honum all skeinuhættir í samkeppninni um það að ná til sín lendingum“. 831 Í framhaldinu var sett upp tollfrí útsala frá Áfengisverzlun ríkisins á flugvallarhótelinu í Kefla- vík. „Viðskiptin geta eingöngu farið þannig fram, að varningurinn verður fluttur út í viðkomandi flugvél af starfsmönnum búðarinnar undir eftirliti tollgæzlu- manna. Einhvern tíma síðar mun ætlunin að setja upp bar, þar sem rakarastofan var áður. Er þá líklegt að flugfarþegar fái sérstakan miða, eins konar vega- bréf, sem heimilar þeim aðgang að barnum. Verður þá tollgæzlan líkast til að hafa 24 klst. varðgæzlu á sólarhring við dyrnar á barnum.“ 832 Árið 1966 var aftur kosið um hvort opna ætti útsölu í Keflavík og var það samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta. Útsalan í Keflavík var opnuð að Hafnargötu 88 hinn 24. febrúar 1967. Á þessum tíma var nokkuð um það að safnað væri undirskriftum til að láta fara fram atkvæðagreiðslu um opnun vín- búðar. Slík undirskriftasöfnun var í gangi á Akranesi 1966 og í Hafnarfirði 1967. 833 Samhliða sveitarstjórnarkosningum 1974 var kosið um hvort áfengisútsölur skyldu verða í tveimur kaupstöðum. Höfnuðu Seyðfirðingar með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að loka útsölu staðarins, en 207
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==