Engin venjuleg verslun - Annar hluti
hins vegar samþykkti stór meirihluti Sauðkrækinga að ekki skyldi opnuð áfengisútsala á staðnum. 834 Tilraunir til að opna nýjar áfengisútsölur gengu brösuglega þar sem andstaða var jafnan mikil í kosningum meðal íbúa. Aftur var kosið um opnun áfengisútsölu á Sauðárkróki 1979 en þá var því hafnað með 414 atkvæðum gegn 410, eða 4 atkvæða mun. 835 Á Selfossi var kosið um opnun áfengisútsölu sam- hliða alþingiskosningum 1979, en því hafnað með 979 atkvæðum gegn 671. Kosið var um áfengisútsölu á Seltjarnarnesi samhliða forsetakosningum 1980. Var tillögu um það hafnað með 897 atkvæðum gegn 499. 836 Á þessum tíma var nýbúið að kynna rannsóknir Tómasar Helgasonar þar sem fram kom að fylgni var á milli drykkjusýki og greiðara aðgengi að áfengi. 837 Læknar töldu viðleitni til að fjölga útsölustöðum varhugaverða. Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir á Kleppi hvatti eindregið til þess að spornað yrði við fjölgun útsölustaða og stefnt að fækkun. 838 Viðvaranir af þessu tagi hafa eflaust haft áhrif á almenningsálitið og eflt andstöðu við fleiri áfengisútsölur. Samhliða sveitastjórnarkosningum 22. maí 1982 fór fram kosning um hvort opna skyldi áfengisútsölu í Garðabæ og á Akranesi. Á Akranesi var það sam- þykkt með 1.430 atkvæðum gegn 1.240. Í Garðabæ var þessu öfugt farið. Þar voru 1.328 andvígir opnun áfengissölu en 1.078 fylgjandi. 839 Hinn 19. febrúar 1983 var kosið um opnun áfengisútsölu á Sauðárkróki í þriðja sinn á áratug. Í þetta sinn höfðu stuðningsmenn útsölunnar betur. 603 sögðu já en 403 nei. Var kjörsókn 72% og „mun meiri en almennt var búist við … því kosningabarátta var í lágmarki og málið virtist ekki mikið rætt manna á meðal“. 840 Kosið var um áfengisútsölu á Húsavík og Selfossi samhliða alþingiskosningum 1983. Á Selfossi var það samþykkt með 966 atkvæðum gegn 895, en fellt á Húsavík. Þar sögðu 458 já en 721 voru andvígir. 841 Þá á vormánuðum gekkst Bæjarblaðið á Eskifirði fyrir „skoðanakönnun“ um opnun áfengisútsölu á staðn- um og voru 92 fylgjandi en 225 andvígir. 842 Ekki var niðurstöðum kosninga alls staðar tekið vel. Á Selfossi var kosningin kærð með vísun í galla á kjörskrá og fleiri framkvæmdaatriði. 843 Árið 1983 voru því opnaðar útsölur á Akranesi Flugstöðin í Keflavík, 1967. Guðný Ársælsdóttir (f. 1949), útsölustjóri á Akranesi frá 1983. 208
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==