Engin venjuleg verslun - Annar hluti
og á Sauðárkróki og árið 1984 á Selfossi. Umsvif Áfengisverzlunarinnar voru að aukast, en opnun áfengisútsölu var hvarvetna hitamál og algengara en hitt að tillögu um opnun væri hafnað í almennum kosningum. Óhætt er að fullyrða að stefnan í áfengismálumhafi mótast af beinu lýðræði umfram flest önnur átakamál á Íslandi. Það voru ekki einungis áfengisútsölur sem kosið var um, t.d. fór fram almenn atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa í Hafnarfirði 28. september 1969 um vínveitingaleyfi handa veitingahúsinu Skiphól. Var kjörsókn nálægt 70% og samþykkt að veita leyfið með 2.037 atkvæðum gegn 1.519. Áfengisvarnanefnd Hafnarfjarðar beitti sér af krafti gegn veitingu leyfis- ins, en varð undir í kosningunni. 844 Útsölurnar voru sem fyrr helsti dreifingaraðili áfengis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR fór árin 1981 og 1982 87,2% áfengissölunnar um útsölustaði einkasölunnar, 12,5% um vínveitinga húsin, 0,3% til veitinga stjórnvalda og erlendra sendiráða. Hlutföll höfðu lítið breyst frá árinu 1973. Til frádráttar reiknuðum sölutölum ÁTVR á hvern Íslending koma áfengiskaup og neysla erlendra gesta á Íslandi, en áfengiskaup og neysla Íslendinga á ferð- um erlendis vega trúlega þar á móti. Skopteikning úr Morgun- blaðinu 12. ágúst 1964. 209
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==