Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Yfirlit Óhætt er að fullyrða að stefnan í áfengismálum hafi mótast af beinu lýðræði umfram flest önnur átaka- mál á Íslandi. Bindindishreyfingin náði að takmarka umsvif Áfengisverzlunar ríkisins í krafti laga um hér- aðsbönn og náði það átak hámarki á 6. áratugnum þegar einungis var hægt að kaupa áfengi í þremur kaupstöðum á landinu. Á 8. áratugnum var hins vegar vaxandi stuðningur við það að fjölga ætti útsölum á landinu. Atkvæða- greiðslur um málið urðu hins vegar iðulega tvísýnar og víða hlutu tillögur um nýja útsölu ekki brautar- gengi. Nokkur þáttaskil urðu í upphafi 9. áratugar- ins þegar samþykkt var að opna útsölur á Akranesi, Sauðárkróki og Selfossi, en það gekk ekki baráttulaust fyrir sig. Á Sauðárkróki hafði tvisvar áður verið fellt að opna vínbúð og einu sinni á Selfossi. 210

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==