Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Árið 1952 gerði Áfengisverzlun ríkisins sinn fyrsta samning við Reykjavíkurborg um leigu á lóð „við Suð- urlandsbraut“ þar sem ætlunin var hafa verksmiðju fyrirtækisins í framtíðinni. 851 Þessi úthlutun var hins vegar afturkölluð 1962 og landinu afsalað aftur til borgarinnar en þar var Rafmagnsveita Reykjavíkur síðar til húsa. 852 Samtímis þessu biðu húsnæðismál ÁTVR úrlausnar og var sá vandi brýnn að margra áliti. Hinn 3. júlí 1969 keypti Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins húseign Ofnasmiðjunnar h.f. við Dragháls 2 í Reykjavík. 853 Þessi samningur féll úr gildi 18. maí 1976 en þá fékk stofnunin stærri lóð við Stuðlaháls 2, en fyrri samningur hafði einungis gilt um vestur- hluta lóðarinnar. 854 Þetta hús skyldi hýsa verksmiðjur Áfengis- og tóbaksverslunarinnar. Föstudaginn 7. ágúst 1970 var nýtt húsnæði ÁTVR við Dragháls 2 (síðar Stuðlaháls) formlega vígt og var þá flutningum frá Skúlagötu endanlega lokið. Hið nýja hús var um 3.000 fermetrar að flatarmáli á tveimur hæðum. Afköst voru meiri í hinum nýju húsakynnum vegna betri aðstöðu og aukinnar sjálfvirkni. Um 20 starfsmenn störfuðu þar í stað 40 í Nýborg, en samt sem áður var hægt að tappa á um 8.000 flöskur á dag miðað við 2.700–3.000 áður. 855 Með flutningum á Dragháls var húsnæðisvandi ÁTVR leystur hvað varðaði framleiðslu og vöru- geymslu og hefur fyrirtækið ennþá aðsetur í Hálsa­ hverfinu. Nýborg við Skúlagötu var rifin árið 1971 í kjölfar þess að verksmiðja og vörugeymsla Áfengis- verzlunarinnar fluttust að Draghálsi. 856 Lauk þar athyglisverðum kafla í sögu ÁTVR. Hluti af starfs- fólki ÁTVR 1964. 214

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==