Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Starfsfólk á aðalskrifstofu ÁTVR 1964, Jón Kjartans- son annar frá hægri í fremri röð. Starfsmannahald Samkvæmt Ríkishandbók Íslands voru starfsmenn Áfengisverzlunar ríkisins og Lyfjaverzlunar ríkisins 119 talsins árið 1961. Þar af voru sex í yfirstjórn fyrirtækis- ins, sex útsölustjórar, fjórir lyfjafræðingar, sex fulltrúar, átta bókarar, þrír ritarar, sölumaður, símastúlka, sendi- sveinn og tveir verkstjórar. 81 var talinn sem „annað starfsfólk“. Starfsmenn Tóbakseinkasölunnar voru 22; forstjóri, skrifstofustjóri, féhirðir, yfirbókari, þrír bók- arar, tveir sölumenn og 13 aðrir starfsmenn. 857 Hinn 1. febrúar 1975 voru 173 starfsmenn í vinnu hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og Lyfja- verzlun ríkisins. Þar af störfuðu 37 á skrifstofunni, 19 í útsölunum í Reykjavík, 32 í öðrum útsölum, 20 á vínlagernum á Stuðlahálsi, 35 í lyfjadeildinni í Borgartúni 6, 12 í iðnaðardeildinni í Borgartúni 7, 12 á tóbakslager og við tóbaksgerð og 6 í hótel- og póst- kröfudeild. 858 Konur komust fljótlega í ábyrgðarstörf innan ÁTVR. Þannig var Gerda Stefánsson útsölustjóri á Akureyri 1957–1970 og frá 1969 var Svava Bern- höft deildarstjóri með umsjón yfir innkaupum fyrir- tækisins. Þá voru konur í meirihluta á skrifstofu fyrir- tækisins en allmikið vantaði upp á að þær nytu sömu réttinda og starfskjara og karlarnir. 859 Miklar kröfur voru gerðar til starfsmanna ÁTVR, ekki síst afgreiðslumanna sem þurftu formlega séð 215
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==