Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Afgreiðslumenn við löggæslustörf? Fréttatilkynning frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins 24. nóvember 1972 „Vegna skrifa, sem birzt hafa í dagblöðum und- anfarið um bann Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins við því að selja veitingaþjónum áfengi í vínbúðum, viljum vér upplýsa eftirfarandi: Það er algjör misskilningur að afgreiðslu- mönnum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins hafi verið bannað að afgreiða veitingaþjóna með áfengi fremur en annað lögráða fólk. Aftur á móti er að gefnu tilefni stranglega bannað að selja vínveitingahúsum áfengi í vín- búðum. Er veitingahúsum skylt að kaupa allt áfengi í sérstakri deild (Hótel- og póstkröfudeild). Þar er allt áfengi, sem veitingahúsin kaupa, merkt sérstaklega samkvæmt lögum. Veitingahúsin fá söluskattinn dreginn frá verði þess áfengis, sem þannig er keypt. Eru þessi kaup vitanlega öll bókfærð og geta skattayfirvöld þannig fylgst með viðskiptum veitingahúsanna við Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins þegar þau óska. Þegar keypt er í vínbúðum greiðir viðkom- andi áfengið án þess að nokkuð sé skráð þar um. Það hlýtur því að vekja grunsemdir ef sami maður, sem er starfsmaður vínveitingahúss kemur hvað eftir annað og kaupir sterka drykki svo skiptir tugum flaskna. Í þeim tilfellum hefur afgreiðslumönnum og útsölustjórum verið gert að hafa samband við aðalskrifstofuna og jafnvel neita um afgreiðslu nema fullnægjandi skýring- ar séu gefnar á kaupunum. Það skal skýrt tekið fram, að þetta á ekki einungis við hvað varðar afgreiðslu til veitingaþjóna. Hið sama gildir og um alla aðra, sem ef til vill koma reglulega með skömmu millibili og kaupa áfengi í stórum stíl. Slík kaup geta naumast talizt eðlileg og gætu bent til þess, að viðkomandi legði stund á ólög- lega áfengissölu. Í slíkum tilfellum ber starfs- mönnum vínbúðanna að vera á verði, enda væri óeðlilegt ef þeir ekki færu að þekkja menn, sem reglulega kæmu til þess að verzla fyrir stórar fjárhæðir. Af því, sem hér hefur verið sagt, skilst mönn- um vonandi, að veitingaþjónar njóta sama réttar Viðskiptavinir að kaupa áfengi fyrir verslunar- mannahelgina 1972. 216

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==