Engin venjuleg verslun - Annar hluti
varðandi áfengiskaup sem aðrir þegnar þjóð- félagsins og þurfa þeir því ekki að óttast að þeir fái ekki afgreiðslu í vínbúðunum undir öllum eðlilegum kringumstæðum.“ ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/4 nr. 1. „Reykjavík, 30. október 1972. Við undirritaðir afgreiðslumenn í vínbúðum í Reykjavík leyfum okkur að snúa okkur til yðar, hæstvirtur ráðherra, varðandi starfsaðstöðu okkar. Tilefni bréfs þessa er, að einum afgreiðslu- manni hefur nú nýlega verið veitt lausn úr starfi um stundarsakir. Sannar það, að í starfsgrein okkar ríkir sérstakt öryggisleysi, til viðbótar við þau ófullnægjandi starfsskilyrði, sem fyrir voru. […] Megineinkennið á starfi okkar afgreiðslu- manna er að annast móttöku á vörubirgðum og skjóta og örugga afgreiðslu á varningi, sem færir ríkissjóði drjúgar tekjur. Takmarkanir á sölu til viðskiptamanna eru illa samrýmanlegar þessum störfum okkar, þótt vitanlega sé vart unnt að ætla öðrum að framfylgja ákvæðum áfengislaga um aldursmörk viðskiptamanna. Við höfum hins vegar fengið síaukin fyrir- mæli um bann á afgreiðslu til ákveðinna aðila, sem grunaðir eru um brot á áfengislögum, skattalögum o.fl. Ríkið hefur í þjónustu sinni fjölmenna starfshópa, sem hlotið hafa þjálfun og laun miðað við þau löggæzlustörf, sem þeim eru ætluð, svo að lítt skiljanlegar eru þær auknu kröfur, sem gerðar hafa verið til okkar fámenna hóps í þessum efnum. Viljum við leyfa okkur að koma á framfæri upplýsingum um þau eftirlits- og löggæzlustörf, sem nú er af okkur krafist, ásamt hugmyndum okkar um breytingar. Afgreiðslubanni til unglinga hljóta afgreiðslu- menn að þurfa að sinna, eins og fyrr segir, en full þörf er á því að bæta aðstöðuna til eftirlits þessa og auðvelda framkvæmdina. Auglýsingar um bannið þurfa að vera greini- legar, bæði vegna unglinganna og þeirra fullorðnu, sem iðulega kaupa fyrir þá, jafnframt því sem auka þarf lögreglueftirlit með þessu. Einnig væri ástæða til að herða eftirlit og taka upp ströng viðurlög við fölsun nafnskírteina, sem talsverð brögð eru að. Útsölustjórum mun hafa verið tilkynnt skriflega árið 1967, að bann lægi við afgreiðslu áfengis til vínveitingahúsa, og tilkynntu þeir okkur þetta munnlega. Álits afgreiðslumanna var ekki leitað á fyrir- mælum þessum eða möguleikum á framkvæmd. Engir listar bárust yfir þá, sem bannið skyldi ná til eða leiðbeiningar um framkvæmdina. Við viljum hér með koma á framfæri þeirri skoðun okkar, að slíkt bann sé óframkvæman- legt að óbreyttum aðstæðum, auk þess, sem ástæðulaust virðist að ætla afgreiðslumönnum þetta löggæzlustarf, þar sem starfandi eru sér- stakir eftirlitsmenn með vínveitingahúsum. Næsta bann, sem okkur var einnig tilkynnt munnlega, var um sölu áfengis til þjóna. Um það gildir hið sama og um næsta lið á undan, að því viðbættu, að vandi afgreiðslumanna vex, þegar stórum fjölgar í þeim óþekkjanlega hóp, sem ekki má afgreiða. Loks má geta þess, að okkur hafa borizt óskir um að afgreiða ekki áfengi til leynivínsala og þeirra, sem hafa gerzt brotlegir við áfengislög- gjöfina. Afgreiðslumenn hafa mótmælt því, að slík krafa sé til þeirra gerð, enda er þeim gersamlega ókunnugt um, hverjir ættu að falla undir þetta afgreiðslubann. Þessi óframkvæmanlegu tilmæli hafa ekki verið afturkölluð, en látið við það sitja, að þau væru ekki framkvæmd.“ ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/4 nr. 1. 217
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==