Engin venjuleg verslun - Annar hluti

ekki einungis að gæta þess að viðskiptamenn væru yfir lögaldri heldur einnig að þeir hefðu ekki gerst brotlegir við áfengislögin. Þetta ákvæði mun þó hafa verið dauður bókstafur. Sala, sölufyrirkomulag og ráðstöfun rekstrartekna Á 8. áratugnum vildi yfirstjórn ÁTVR ekki kannast við að fyrirtækið hefði neina stefnu í áfengis- og tób- aksmálum; það framvæmdi einungis skipanir stjórn- valda. 860 Að einu leyti þurfti fyrirtækið þó að móta sér stefnu, en það var hvað varðaði vöruúrval. Árið 1970, þegar starfsemi ÁTVR fluttist að öllu leyti úr gömlu Nýborg í nýju höfuðstöðvarnar, voru um 350 erlendar víntegundir fluttar til landsins, en þar að auki spíritus frá Danmörku og Póllandi sem úr var unnið íslenskt brennivín og ákavíti. 861 Engar skriflegar reglur voru til um hvernig standa bæri að vöruvali. 862 Um þær mundir var vín keypt frá 27 löndum og hafði þá nýjum tegundum á markaði ekki fjölgað neitt að ráði, enda „lögð áherzla á að flytja inn fyrsta flokks víntegundir frá heimsþekktum fyrir- tækjum“. 863 Brennivínið var ódýr og vinsæl afurð og fóru vin- sældir þess síst minnkandi um þessar mundir. Árið 1976 voru seldir um 470.000 lítrar af íslensku brenni- víni og mun það vera mesta sala á ári í sögu fram- leiðslunnar. 864 Vegna mikillar sölu hafði brennivínið mikil áhrif á vísitölu og var því leitast við að hafa það sem ódýrast, sem jók svo söluna enn frekar. Árið 1983 var íslenskt brennivín söluhæsta teg- undin sem seld var í verslunum ÁTVR en á eftir komu Smirnoff Vodka, Bitter Campari og Liebfrau- milch Anheuser hvítvín. 865 Ef tekið er mið af mynt- breytingu og þróun lánskjaravísitölu fór verð á flest- um tegundum áfengis lækkandi um þessar mundir. Algengar tegundir af hvítvíni (Liebfraumilch Anheu- ser) og rauðvíni (St. Émilion) lækkuðu einna mest, um 40–50% frá 1971. Því næst komu sérrí (Dry Sack) og íslenskt brennivín. Vodka (Stolichnaja) og viskí (White Horse, Haig´s Dimple, Chivas Regal) höfðu lækkað minna, en þó eitthvað á grundvelli núvirðis 1991. 866 Innflutningur á áfengi og tóbaki var jafnan í höndum ÁTVR en erlend fyrirtæki höfðu iðulega innlenda umboðsmenn sem gættu hagsmuna þeirra. Var jafnan umtalsverður þrýstingur á fyrirtækið af hálfu umboðsmanna um kaup á tilteknum tegund- um. 867 Gróði innlendra umboðsmanna af sölu áfengis og tóbaks var umdeildur en á árinu 1976 námu þær um 200 milljónum króna. Á Alþingi 1977–1978 lagði Magnús Kjartansson, þingmaður Alþýðubandalags- ins, fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: Afgreiðslukassi í ÁTVR, 1978. Á sjóðsvélinni stendur: „ Til athugunar. Frá og með 6. janúar 1976 treystir undirritaður sér ekki til að taka við ávísunum sem greiðslu fyrir vínföng. Útsölustjóri. “ 218

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==