Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að mæla svo fyrir við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, að engum áfengis og tóbaksheildsöl- um verði heimilað að hafa íslenska erindreka í þjónustu sinni. Geri einhverjir áfengis- og tóbakssalar það að skilyrði fyrir viðskiptum við ÁTVR að fá að hafa slíka erindreka hérlendis, verði viðskiptum við þá aðila hafnað. Taldi Magnús þessi viðskipti varhugaverð og voru rökin m.a. þau að „[s]ú leynd, sem talin er eiga að hvíla á tekjum umboðsmanna erlendra fyrirtækja, brýtur í bága við almenna hefð í þjóðfélaginu“. Tillaga hans var þó ekki afgreidd á þinginu. 868 Stefna ÁTVR var sú að þessi verslun væri fyrirtækinu óviðkomandi, eins og kemur fram í fréttatilkynningu þess frá lokum 8. áratugarins: Það að erlend fyrirtæki hafi hér umboðsmenn hefur aukist mjög í seinni tíð, og mörg fyrir- tæki sem Á.T.V.R. skipti við áður beint hafa nú umboðsmenn. Á.T.V.R. sér ekki ástæðu til að hafa á móti þessu, en leggur aðeins á það áherzlu, að verð megi ekki undir neinum kringumstæðum hækka í þessu sambandi. Það að erlend fyrirtæki hafa umboðsmenn í samskiptum við einkasölur er ekkert sérstakt fyrirbæri fyrir Ísland, einkasölurnar á hinum Verð á brennivíni, 1943–1986. Flaska af Tindavodka frá ÁTVR, 1971. 219
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==