Engin venjuleg verslun - Annar hluti
mundi fara þverrandi í landinu, og þeir gerðu líka ráð fyrir því, að það væri hægt að fá fram- leiðendur til þess að setja þessi viðvörunarorð á vindlingapakka á framleiðslustað og þeir kæmu með þessa setningu til landsins eins og lögin gerðu ráð fyrir. Þess er að minnast, að þetta tókst ekki. Framleiðendur í Bandaríkj- unum féllust ekki á að setja þessi viðvörunar- merki á pakkana, töldu, að þessi orð, þessar fullyrðingar, væri ekki að finna í neinu landi á viðvörunarmerkjum. Í samningsviðræðum, sem áttu sér stað milli Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins og fulltrúa bandarískra tóbaks- framleiðenda, var niðurstaðan sú, að tóbaks- framleiðendur lánuðu hingað til lands vél, sem merkir pakkana með umræddu viðvörunar- merki, þeir greiða merkimiðana, en Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins greiðir vinnulaun, húsnæði, ljós og hita. Jón benti einnig á að sala á sígarettum hefði aukist eftir að merkingarnar voru teknar upp. 881 Þessi tillaga kom ekki til afgreiðslu á þessu þingi en þrjár aðrar tillögur um tóbaksvarnir komu til umræðu. Sam- þykktar voru tillögur til þingsályktunar um varnir gegn sígarettureykingum og um bann við tóbaksaug- lýsingum. Tillaga Daníels Ágústínussonar varaþing- manns (Framsóknarflokki) um bann við innflutningi á sígarettum var hins vegar ekki tekin til afgreiðslu. Sagði flutningsmaður m.a. að það yrði Íslendingum til sóma að vera fyrsta þjóðin í Evrópu sem setti aðflutningsbann á sígarettur og því fyrr sem höggvið yrði á rót meinsins, því betra: Ég er ekki svo bjartsýnn að halda, að hægt sé að útrýma allri tóbaksnotkun á svipstundu, þótt það væri ánægjulegt, en vonandi kemur sá tími, við skulum segja 2001, að tóbaksnotkun þyki jafnóviðeigandi og nú þykir að viðhalda Starfsfólk ÁTVR að merkja sígarettupakka með varúðarmiðum í janúar 1970. 223
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==