Engin venjuleg verslun - Annar hluti

lúsinni og spýta á stofugólfið heima hjá sér og hvar sem er og öskubakkar þyki þá jafnúreltir og hrákadallarnir eru nú. 882 Mikill hugur var kominn í alþingismenn. Á skömmum tíma var farið frá litlum hömlum á dreif- ingu sígarettna yfir í bann við auglýsingum, sérstakar merkingar á umbúðum og jafnvel var farið að ræða aðflutningsbann af alvöru. Þessi stefnubreyting dró dilk á eftir sér varðandi samskipti ÁTVR við ýmsa erlenda tóbaksframleið- endur sem neituðu að undirgangast skilyrði um viðvörunarmerkingar. Í fararbroddi var bandaríska fyrirtækið Philip Morris og féllu viðskipti þess við ÁTVR niður um langt skeið. 883 Afleiðingin varð þá sú að markaðshlutdeild annarra fyrirtækja jókst, t.d. R.J. Reynolds. Lögin um bann við tóbaksauglýsingum þóttu göt- ótt; t.d. var ekki tekið fram að tóbaksauglýsingar væru bannaðar innandyra. Umboðsmenn framleiðenda „breyttu um aðferðir og létu hengja upp auglýsingar á tóbaki innandyra … Einnig var dreift plastpokum með tóbaksauglýsingum, ýmiss konar verðlaunasam- keppni háð og á síðast liðnu sumri var haldið skákmót sem kennt var við vissa sígarettutegund“. 884 Ný lög (nr. 27) um ráðstafanir gegn tóbaksreykingum tóku gildi 1. júní 1977 og voru þá allar beinar og óbeinar auglýs- ingar bannaðar. Teknar voru upp heimildir til að banna reykingar í opinberu húsnæði og í samgöngutækjum. Árið 1984 var gengið ennþá lengra og reykingar bannaðar í grunnskólum, dagvistarheimilum, félags- miðstöðvum barna, afgreiðslurými verslana, áætlun- arbifreiðum og innanlandsflugi. Einnig var bannað að selja tóbak einstaklingum yngri en 16 ára. Tóbaksneysla og sala, 1960–1980 Hugarfarsbreyting gagnvart sígarettum átti sér stað samtímis því að reykingar urðu æ tíðari og almenn- ari. Á árunum 1966–1975 var tóbaksneysla í hámarki á Íslandi, um 2,6–2,7 kg á íbúa miðað við 1,7 kg á árunum 1961–1965. 885 Í bréfi dagsettu 14. ágúst 1981 sendir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins samstarfsnefnd um reykingavarnir álit á drögum að frumvarpi um tóbaksvarnir. Þar er m.a. vikið að aðvörunum á umbúðum: „Samkvæmt ákvæðum þessarar greinar er gert ráð fyrir að teknar verði upp aðvaranir á umbúðum um tóbaksvarning. Merking af þessu tagi hefur þegar verið reynd hér á landi og hafði hún ekki góða raun. Skoðanakönnun leiddi í ljós að tiltölulega fáir reykingamanna veittu merkingunni athygli og flestir þeirra, er spurðir voru hvað á aðvörunarmiðunum stæði, höfðu aldrei lesið áletrunina. Upplýsingar frá yfir- mönnum The Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms í Bandaríkjunum gefa og til kynna að varnaðarorðum landlæknis Bandaríkjanna á tóbaksumbúðum og auglýsingum sé ekki veitt mikil eftirtekt. Merking umbúða er mjög erfið í framkvæmd. Staðreyndin er sú að íslenzki tóbaksmarkaður- inn er það lítill að mikill fjöldi tóbaksframleið- enda mun ekki sjá sér fært að annast merkingu á íslenzku á framleiðslu sinni. Tóbaksframleiðendur eða umboðsmenn þeirra munu raunverulega aldrei taka á sig kostnað við merkingu umbúða. Þeir munu hækka útflutningsverð vöru sinnar sem auka- kostnaði nemur, þ.e.a.s. þeir sem munu ekki hætta útflutningi til Íslands. ÁTVR mælir ekki með að viðskiptum verði með þessum hætti komið í hendur örfárra fyrir- tækja.“ ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/8 nr. 7. Tóbakshornið var merk nýjung þegar það kom í sölu árið 1992. 224

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==