Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Vinsælustu gerðir af sígarettum voru bandarískar. Árið 1960 var langsöluhæsta tegundin af vindlingum Camel, en síðan komu Chesterfield, Wings, Raleigh og Roy. Einu tegundirnar sem ekki voru bandarískar og hlutu umtalsverða sölu voru hinar grísku Hellas No. 1 og hinar tyrknesku De Resze Turks. Vinsælustu vindlarnir voru danskir; einkum Fauna og London Docks, en einnig seldist nokkuð af Bagatello, Danitas, Flora Danica og La Veneciana. Söluhæstu bandarísku tegundirnar voru Golfers, Panetelos og Perfectas. 886 Árið 1968 var langsöluhæsta tegundin af vindling- um Camel, frá R.J. Reynolds Tobacco Co. Síðan kom Viceroy, en aðrar vinsælar tegundir voru Winston, Raleigh og Kent. Aðrar tegundir sem seldust í nokkru magni voru Wings, Roy, Chesterfield, og Salem. Enskir, franskir, grískir og rússneskir vindlingar voru til sölu, en mun minna seldist af þeim. Vinsælustu vindlarnir voru danskir; Fauna, London Docks og Bagatello, eða bandarískir; King Edward Cigarellos, Roi-Tan Golfers, Tiparillo og King Edward Imperial. Hollenskir vindlar seldust einnig vel, einkum tegundirnar Hofnar Puck, Agio Petitos, Agio Super Senoritas og Ritmeester Cocarde. 887 Árið 1979 voru vinsælustu tegundir af vind- lingum bandarískar. Þ. á m. voru Winston, Camel, Viceroy og Winston Lights. Aðrar tegundir, sem seldust mun minna en þó í nokkru magni, voru Salem, Kent, Marlboro, Salem Lights, Pall Mall, Viceroy Lights, Vantage, More, Raleigh, Kool og hinar dönsku Prince. Vinsælustu vindlarnir voru danskir; London Docks, Fauna, Bagatello, Cerut og Cigil. Hollenskir vindlar seldust líka vel, einkum tegundirnar Puck, Wintermaus Café Crème og Ritmeester Cocarde. 888 Nokkuð dró úr tóbaksneyslu með auknum for- vörnum og áróðri. Var neysla á íbúa 2,3 kg að meðal- tali 1976–1985. 889 Eigi að síður var tóbaksnotkun áfram langtum meiri en hún hafði verið fyrir 1966. Reykingavarnir festa sig í sessi Í ársbyrjun 1977 var komið á fót samstarfsnefnd um reykingavarnir sem skipuð var fulltrúum fjármála- ráðuneytisins, Hjartaverndar og Krabbameinsfélags- ins. Hún fékk árlega til ráðstöfunar nokkra fjárhæð sem notuð var til að vara við hættunni af tóbaksreyk- ingum í fjölmiðlum. Hreyfingin gegn reykingum varð hluti af íslenskri alþýðumenningu. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Hljómplötuútgáfunnar hf., átti frumkvæði að því tek- inn var upp baráttusöngur gegn reykingum og gefinn út á hljómplötu. Nefndist hann „Tóm tjara“ og var sunginn af barnastjörnunni Ruth Reginalds, en lag og texta samdi Jóhann G. Jóhannsson. Rut Reginalds syngur á jólakonsert í Háskólabíói, 1978. 225
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==